Stjórnarfundur 4. maí 2021
- Nánar
- Skrifað þann Laugardagur, júní 05 2021 10:34
Stjórnarfundur 4.5.2021
Mættir: Margrét, Magnús Ingi, Ragnhildur, Rúnar, Heiða, Anna Lísa, Jón Geir
Dagskrá:
Beitarúthlutun
Búið að fara fyrstu úthlutun.
Búið að senda út póst á alla sem sóttu um sama stykki og í fyrra og fengu núna
Tveir fengu beiðni um að laga girðingar vegna lélegra girðinga, áður en þeir fengju stykkjunum úthlutað.
Rest verður væntanlega úthlutað í vikunni.
Spurning varðandi að girða upp við Ístak, stykkið er í eigu Landsbankans, þetta er friðað svæði vegna árinnar.
Á félagið að girða og þá að hvaða formi?
Það kostar um 12-1300 þúsund tilboð í að undirbúa og girða að fullu
Hugmynd um að setja bara hornstaura og 3 falda girðingu niður við þjóðveg (50m), þeir sem fá stykkin girði rest sjálfir eins og aðrir hafa gert
Haft verður samband við einhvern sem getur sett niður hornstaura og undirbúa girðingarstæði. Fáum nýtt tilboð miðað við breyttar forsendur
Skipting á Tungubakkastykkjum
Búið var að leggja til að skipta einu stykkinu í þrjú hólf og breyta öðrum.
Óbreytt í sumar og gengið frá skiptingu á því í haust, tilkynnt og auglýst og samþykkt formlega af stjórn áður en farið verður í framkvæmd.
Reiðvegamál
Verið er að senda póst og var að kanna hvað mikið fjármagn kemur i frá bænum
Enginn peningur eyrnamerktur og það þarf fara á fund með henni
Það er til 5 ára framkvæmda áætlum varðandi reiðvegi
LH fjármagn notað í vegi í fjærumhverfni
Fjármagn frá bænum:
-2019 : 5 í nýframkvæmdir og 2,5 í viðhald
-2020 : 2,5 í nýframkvæmdir og 1,25 í viðhald
Reiðveganefnd tekur fyrir veginn við Hafravatni, tenging frá reiðvegi inn á annan reiðveg
Beðið eftir punktum frá reiðveganefnd varðandi málið og síðan verða næstu skref ákveðinn.
LH peningur:
Oddsbrekkum á Ístakshring, bara þann hluta sem er með á réttum stað.
Það þarf að skoða deiluskipulag
Vandræðakaflar:
Garðarstræti - í uppnámi vegna lóða sem skvera
Hafravatnsvegur - malbik og vantar reiðveg
Spyrja Reiðveganefnd varðandi aðkoma vegagerðar að malbikuðum kafla við Hafravatn.
Reiðvegir í ævintýragarðinum
Fundir með Mosfellsbæ - hvað var rætt
Liggur fyrir að það eigi að malbika niður Varmárbakkabraut frá hringtorgi og fá skilti. Harðarból, Harðarbraut
Bæta við götumerkingum í efra hverfið
Hvenær: fljótlega/ sumar
Fákur og Sprettur að setja upp útskýringarskilti: Mögulega við innganginn í hverfið. Bærinn til í að setja svona upp.
Fundur með formönnum hestamannafélaga höfuðborgarsvæðisins vegna undirritunar á samgöngusáttmála.
Hann felur í sér að við berum öll virðingu fyrir hverju öðru í þessu samfélagi.
Félagshesthús - staðan
Ekkert að frétta, biðstaða.
Trekk-braut
Búið er að teikna upp braut, samkvæmt formanni treknefndar.
Við fengum tvær milljónir frá Kaupfélagi Kjalanesinga í þetta verkefni, sem er inn á reikningi.
Inn í litla vellinum er fimivöllur.
Kallað verður til fundar með trekk-fundar.
Annað
Kvennareið: er í höndum ferðanefndar.
Herfi: Gengur ekkert að ná í aðila vegna þeirra kaupa í samkrulli með öðrum
Sprinkler kerfi: Vantar stýrikerfi. Verður ítrekað
Haust:
Samstilling um haustið
Raða nefndum og samstilla
Tryggja að nefndir og starfið bakki hvora aðra upp.
Fundargerð ritaði Jón Geir í fjarveru ritara