Stjórnarfundur 18. maí 2021

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 18:00 

Mætt: Margrét Dögg, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Jón Geir Sigurbjörnsson, Magnús Ingi Másson, Ragnhildur Traustadóttir, Ásta Björk Friðjónsdóttir. 

Dagskrá: 

1. Beitarmál 

2. Reiðvegafé og verkefni 

3. Félagshesthús 

4. Trekbraut 

5. Framkvæmdir á svæðinu 

6. Reiðhöll og vellir 

7. Hestamessan 30. maí 

8. Önnur mál 

 

1. Beitarmál 

 

Búið er að afhenda áburð, einhverjir eiga eftir að sækja sér í vikunni sem komust ekki um helgina. 

Reglurnar eru skýrar fyrir beitarúthlutun og er hugmynd fyrir næsta ár að fólk haki við flipa að það sé búið að kynna sér reglurnar og samþykki þær áður en þeir senda umsóknina. 

Tillögur eru um að skipta einhverjum hólfum á Tungubökkunum í smærri hólf til að nýta svæðið betur og verður farið í það skipulag snemma í haust svo það verði tilbúið fyrir vorið 2022. Einnig verður farið betur yfir samninginn sem gerður var við Segulmælingarstöðina á síðasta ári fengið betur á hreint hvaða svæði var samið um sem beitarhólf. 

Verið er að fara í að útbúa nýtt beitarhólf uppá Tungumelum og við Skarhólabraut. Ásamt því að stækka sum hólf sem hafa meira svæði í kringum sig og skoða hugmyndir á nýjum hólfum. 

Einnig verður farið betur yfir reglurnar sem eru fyrir beitarúthlutun. Þar má nefna að bætt verði inn í að ef nýir aðilar taki við hólfum fari girðingar á kaupum og sölum milli þeirra aðila sem eru að hætta með hólf og taka við hólfi. Ekki að félagið kaupi girðingarnar. Girðingar hins vegar afskrifist á 3 árum og séu þá eign félagsins. 

2. Reiðvegafé og verkefni 

 

Stjórn fór á fund með bænum varðandi reiðvegafé og fær félagið 3 milljónir í nýframkvæmdir og 1.75 milljónir í viðhald á reiðstígum. En fleiri stærri verkefni eru í vinnslu, eins og t.d. að lýsa upp Tungubakkahringinn. Bærinn tók vel í það að afhenda félaginu frekar stærri upphæð á nokkra ára fresti heldur en lægri upphæð einusinni á ári. Þá getur félagið ráðstafað þeim peningum í stærri verkefni. Stjórn verður að senda áætlun og skýrslu í hvað peningarnir fara. Einnig var rætt við bæinn að flytja reiðleiðina með golfvellinum niður við fjöruna og sleppa því að fara upp á hæðina. Vel var tekið í þá hugmynd og verður kostnaður og umfang framkvæmdar áætluð svo hægt sé að stefna að því verki. 

Framkvæmdaráætlun var gerð fyrir nokkrum árum og munu Rúnar Þór, Einar og Margrét fara yfir hana og uppfæra. 

LH féð til reiðvegaframkvæmda hljóðaði uppá 2.3 milljónir og var ráðstafað í að laga hjá Oddsbrekkum og laga upp frá Völuteigi. LH ætlar að setja 10 milljónir í að laga kafla á Þingvallarleið. 

3. Félagshesthús 

 

Auglýsing var sett í Mosfelling og komu einhverjar fyrirspurninr varðandi áhuga á að vera í félagshesthúsi í kjölfarið. Leit hefur staðið yfir til að leigja hesthús undir starfsemina en ekkert fundist. Þegar starfsemin fer í gang þyrfti að auglýsa eftir starfsmanni sem heldur utanum verkefnið og félagana í félagshesthúsinu. 

4. Trekbraut 

 

Fundur verður hjá treknefndinni á morgunn og er stefna að byrja að gera eitthvað smá og taka svo stefnuna á að bæta í með tímanum. 

5. Framkvæmdir á svæðinu 

 

Þarf að taka gáminn fyrir ofan áhorfendabrekkurnar í gegn. Mála hann að utan og koma reglu á inní honum og þrífa. Rúnar framkvæmdarstjóri fer í málið að láta mála gáminn. 

Hugmynd er að setja vegrið fyrir ofan bílastæðið við reiðhöllina því bratt er niður og reiðskóli oft í gangi. Slysin geta gerst og fólk keyrt framaf og á vegrið dregur úr þeirri hættu. 

Þörf er á að finna pláss fyrir traktora, kerrur með vatnstönkum og önnur tæki sem þurfa að eiga sér stað niðrí hverfi til að hægt sé að hafa þau við hendina. 

6. Reiðhöll og vellir 

 

Gera verður áætlun um að laga reiðvöllinn. Völlurinn sjálfur er of mjór, skammhliðarnar of krappar. Breiddin er 5.20m, en á að vera 6m. 

7. Hestamessan 30. maí 

 

Hestamessan verður haldin sunnudaginn 30. maí. Sjálfboðaliðar sjá um að baka og gera brauðrétti fyrir kaffið sem haldið verður í Harðarbóli eftir reiðina. 

8. Önnur mál 

 

Orðrómur hefur borist um að reiðveginum inn í dal verði lokað vegna framkvæmda á húsbyggingum við Kiwanishúsið. Stjórnin hefur ekki verið upplýst um þetta mál og verður það kannað frekar. 

Hugmyndir voru viðraðar til að launa starfsmönnum fyrir vel unnin störf í kringum mótin. Hugmynd kom um að halda lítið hóf með happdrætti fyrir starfsmennina í lok móts og fagna góðu móti. Eins stendur til að endurvekja nefndakvöld og vinnudag með nefndum í haust. 

Umræða um ýmislegt tengt svona vinnu fyrir félagið, rætt að öll unnin störf í þágu félagsins af stjórn og nefndarmeðlimum sé í sjálfboðavinnu og viðkvæmt er að launa nokkrum einstaklingum. 

Fundi slitið 20:18 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdótir