Stjórnarfundur 6. apríl 2021

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

þriðjudaginn 6. apríl 2021 kl. 17:30 

Mætt: Margrét Dögg, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Rúnar Þór Guðbrandsson. 

Dagskrá: 

1. Atvikaskrá fyrir reiðhöll og aðra aðstöðu 

2. Æskan og hesturinn 

3. Framkvæmdir við samgöngustíg 

4. Félagshesthús 

5. Eldri borgarar 

6. Önnur mál 

 

1. Atvikaskrá fyrir reiðhöll og aðra aðstöðu 

Slys hafa átt sér stað í reiðhöllinni og þarf að kanna hvort hestamannafélagið sé skaðabótaskylt ef alvarleg atvik eigi sér stað. 

Athugasemdir hafa komið um að hált sé undir furuflísinni og er pinnatætari á leiðinni til að losa upp undirlagið. 

Önnur athugasemd hefur komið varðandi kenning um að furuflísin sé framleidd úr notuðum vörubrettum sem eiturefni og annar úrgangur hefur lekið á. Kanna þarf hvort að hún sé framleidd eftir einhverjum stöðlum og eftirliti. 

Hugmynd kom um að halda skráningarkerfi fyrir slys, næstum því slys og annað sem mætti betur fara. Hægt væri að tilkynna í höllinni að hægt sé að fara inná heimasíðuna og fylla út ákveðið form til að tilkynna atvik. 

2. Æskan og hesturinn 

Engar fréttir hafa borist hver staðan er með Æskan og hesturinn. Enn er stefnt að því að halda viðburðinn 1. maí og eitthvað hefur verið talað um að honum yrði streymt. En staðan verður tekin þegar sóttvarnarreglur verða endurskoðaðar 15. apríl. 

3. Framkvæmdir við samgöngustíg 

Hefur verið frestað fram á lok sumars eða hausts. VSÓ lætur vita þegar eitthvað verður að frétta. 

4. Félagshesthús 

Auglýsing var birt í Mosfellingi um áhuga á að vera í félagshesthúsi. Klúður varð þó og var netfang félagsins ekki birt. En frést hefur af miklum áhuga. 

Þegar félagshesthúsið verður að veruleika þarf kerfið að vera sett upp þannig að börn geti notað frístundarstyrkinn sinn til þess að niðurgreiða leiguna. 

Rúnar er í samningaviðræðum fyrir 10 hesta hús og er það mál enn í skoðun. 

5. Eldri borgarar 

Hjá félaginu eru 97 félagsmenn skráðir sem eru 67 ára og eldri. 

6. Önnur mál 

Reiðveganefnd er sett í það að athuga með reiðveginn sem liggur með hlíðum Hafrafells frá Hafravatnsvegi að Ásgarði. Hann er mjög illa farin, mikil drulla, grjót og rör standa upp úr veginum. Þessi vegur er mikið notaður af hestamönnum sem hafa ekki aðstöðu í hesthúsahverfinu og er hann sérstaklega mikið notaður á vorin og snemma sumars þegar hestamenn frá stórhöfuðborgarsvæðinu fara í sleppitúra og eru á leiðinni yfir í Mosfellsdalinn. 

Hugmynd kom um að hafa ákveðinn tíma fyrir börn sem væri svokallaður ærslatími. Þar gætu þau verið í eltingarleik og öðrum leikjum sem þau geta ekki farið í þegar aðrir eru í höllinni. Æskulýðsnefnd ætlar að taka þetta mál upp. 

Stjórn þarf að hafa samband við Mosfellsbæ og fá skýrari svör hvað varðar ýmis mál. T.d. hvenær er áæltað að úthluta nýju lóðunum? Hvenær á að setja upp tunnurnar? og tímasetningar fyrir fleiri mál. 

Töluvpóstur barst frá fólki sem er með beitarstykki sem er fullt af lúpínu. Þau óska eftir að fá að beita stykkið fyrr svo hrossin éti lúpínuna áður en hún fer að blómstra til að láta hana hopa. Ingibjörg ætlar að tala við Hauk hjá bænum til að athuga hvort að það sé í lagi. 

Ekki var fleira rætt á fundinum 

Fundi slitið 19:00 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir