Stjórnarfundur 19. nóvember 2020

Stjórnarfundur Harðar á netinu 19. nóvember 2020

  • Það er lítið um aðalfundinn að segja annað en að við bíðum eftir að fjöldatakmörkunum verði aflétt þannig að 50 manns megi koma saman.  Tel ekki raunhæft að fá 45 manns á fjarfund félagsins.  En við verðum að halda áfram að reka félagið, þrátt fyrir Covid.
  • Ársreikningur félagsins verður í hesthúsinu mínu um helgina og bið ég ykkur um að koma við og undirrita reikninginn.
  • Pappírarnir eru sömuleiðis í hesthúsinu mínu, tilbúnir til undirritunar.
  • Skipa þarf amk 3 stjórnarmenn til þess að fylgja málinu eftir við Jóhönnu Hansen og Lindu Udengaard, starfsmenn Mos.  Legg til sjálfan mig, Rúnar G og Hauk.
  • Framkvæmdir halda áfram í Harðarbóli.  Búið að leggja hitalögn undir bílastæði og það verður malbikað við fyrsta tækifæri.  Það er verið að taka skrifstofuna í gegn, pússa parket, setja upp nýja skápa, anddyrið og salernin verða tekin í gegn, nýjar flísar og led lýsing sett upp, sem og í eldhúsinu. Skipt um hurðar á salernum og skipt um ofna í gamla hluta hússins.
  • Fjárhagsleg staða félagsins er góð.  Gerum betur grein fyrir henni á næsta stjórnarfundi.  (eftir 1. des, væntanlega)
  • Verkefni fyrir HH og Rúnarana.  
  • Ingibjörg og Haukur tóku að sér að útbúa viðurkenningarnar.  Afhendum þær á aðalfundi félagsins.
  • Það var gefin undanþága fyrir FMOS og Reiðmanninn frá Menntamálaráuneytinu, sem kennslu á háskólastigi.  Einnig gaf ég grænt ljós á Reiðskóla fatlaðra barna, enda aðallega börn á undanþágualdri.  Þó eru 2 nemendur eldri, talsvert fatlaðir.  Ég gaf Öglu grænt ljós á þá, enda lægi fyrir samþykki aðstandenda.  Sagði henni þó að þetta yrði rætt á stjórnarfundi og hugsanlega afturkallað. 

Dagskrá:

  • Aðalfundur
  • Ársreikningur félagsins
  • Raunverulegir eigendur
  • Félagshesthús
  • Framkvæmdir
  • Fjárhagsleg staða féalgsins
  • Auglýsingar í reiðhöll
  • Íþróttamaður og íþróttakona ársins
  • Önnur mál