Stjórnarfundur 4. nóvember 2020
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 04 2020 17:39
Stjórnarfundur Harðar á netinu 4. nóvember 2020
- Aðalfundi var frestað til 28. nóv. Vonandi verður fjöldatakmarkanir komnar í 50 á þeim tíma. Það hefur verið nógu erfitt að fá tilskilinn fjölda (10% af atkvæðisbærum félögum þurfa að mæta til þess að fundurinn teljist löglegur), svo við séum ekki að reyna að halda fjarfund, en líklega er ekki stór hluti félagsmanna með aðgang að slíku.
- Ársreikningur félagsins er tilbúinn til undirritunar. Hann verður kynntur fyrir stjórn á næsta fundi stjórnar.
- Framkvæmdir hafa verið allmargar og má þar nefna ledlýsingu í reiðhöll, furuflís á gólf reiðhallarinnar, búið að steypa nýja stétt með hitalögn í kringum Harðarból og á næstu dögum verða malbikuð bílastæði með hitalögn og gert sérmerkt stæði fyrir fatlaða. N‘yr þakkantur á gamla hluta Harðarbóls og lýsing í þakkantinn í kringum allt húsið. Verið er að taka skrifstofuna alla í gegn, parket verður slípað og nýir stórir og rúmgóðir skápar settir upp sem geta geymt leirtau o.þ.h. hægt að keyra grindurnar inn í skápana. Í skoðun er að flísaleggja anddyri og salerni og taka salernin í gegn. Nýjar skálar, nýjar hurðar o.fl. Búið er að merkja sérstök gestastæði fyrir hestakerrur. Í bígerð er að gera vegrið á móti hvítagerðinu og takmarka þannig áhættu á að bílar fari fram af með stóráhættu fyrir þá sem væru fyrir fram reiðhöllina. Í reiðvegamálum er búið að keyra um 60 bíla í Tungubakkahringinn og hefla, laga reiðleið og setja ræsi í kringum tjörnina sem við Leirvogsá og þar með hægt að lengja Tungubakkahringinn. Búið er að laga reiðveginn upp með Leirvogsá og bæta reiðvegaefni í brekkkuna frá Varmadalsbrúnni upp á Ístaki. Fyrirhugað er að setja nokkur ræsi á reiðveginn um Blikastaðanes. Félaginu bárust rör í ræsin að gjöf. Það er veirð að leita tilboðs í sand- og saltdreifara aftan í traktorinn okkar. Þar með yrðum við sjálfbjarga með salt- og sanddreifingu td í kringum hesthús félagsmanna og getum líklega sent Mosfellsbæ reikninginn. Dreifarann mætti líka nota til áburðardreyfingar. Sl vor var gerður samningur um beitarafnot af svæðinu frá reiðleiðinni við Leirvogsá að Útilegumanninum og að Varmadalsbrúnni. Fyrirhugað er að girða svæðið næstu daga.
- Rétt er að taka það fram að félagið skuldar ekki krónu og ekki stendur til að skuldsetja félagið fyrir framkvæmdum.
- Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að fela Jóhönnu verkfræðingi Mos og Lindu á fjölskyldusviði, í samvinnu við Hörð að útfæra styrk til félagsins til þess að leigja bása og hefja starfsemi félagshesthúss.
- Covid hefur haft talsverð áhrif á tekjuflæði félagsins, en einnig dregið lítillega úr kostnaði. Sótt var um styrki vegna þessa og fékk félagið 400 þús kr í slíkan styrk.