Stjórnarfundur 29. desember 2020

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

þriðjudagur 29. desember 2020 kl. 17:30. 

Mætt: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Rúnar Sigurpálsson, Gígja Magnúsdóttir, Einar Guðbjörnsson. 

Dagskrá: 

1. Ársreikningur félagsins 

2. Raunverulegir eigendur 

3. Gjaldskrá 2021 

4. Framkvæmdir 

5. Auglýsingar í reiðhöll 

6. Önnur mál 

 

1. Ársreikningur félgasins 

Farið yfir reikninginn og stjórnarmeðlimir skrifuðu undir. Búið er að boða aðalfund 14. janúar, staðan verður tekin á því hvort hægt verði að halda fund á þeim degi. Hugmyndir viðraðar með að skipta Harðarbóli niður í hólf til að geta haldið fund. 

2. Raunverulegir eigendur 

Skrifað undir raunverulega eigendur. 

3. Gjaldskrá 2021 

Hestamannafélagið er að rukka 12.000kr félagsgjald á ári. 70 ára og eldri eru á fríu gjaldi og 16 – 21. árs greiða 7.000 kr á ári. Börn og unglingar að 16 ára aldri greiða ekki félagsgjald. Rætt um að hækka félagsgjaldið í 15.000 kr, börn og unglingar séu gjaldfrjáls til 18 ára aldurs, 18 – 22ja ára greiði 7.000 kr og 70 ára og eldri greiði 50% af fullu gjaldi eða 7.500 kr. 

Reiðhallargjaldið verði óbreytt 2021 til að mæta lokunum 2020 vegna Covid. 70 ára og eldri fá 50% afslátt af reiðhallargjaldi. Gjald fyrir kerrustæðin verði áfram 6.000 kr á ári. 

4. Framkvæmdir 

Staðan á kaup Blíðubakkahússins er að búið er að taka málið fyrir hjá bæjarráði og eru jákvæð viðbrögð þar um að þróa verkefnið áfram og kom hugmyndi um að félagið leigi hluta af hesthúsi fyrst um sinn sökum stöðunnar í þjóðfélaginu. Spurning hvort að stefna beri að því að hefja rekstur féalgshesthús næsta haust eða gera tilraun á vormánuðum 2021. Ræða þarf við reiðkennara um hvort einhver þeirra hefði áhuga á að sjá um starfsemina. 

Verið er að taka klósettin í gegn í Harðarbóli og margt í gangi. Skipt verður um hurðar, málað, flísalagt, nýir ofnar settir í eldri hlutann og í fundarherberginu þar sem einnig er verið að ganga frá rafmagni og ljósum. 

Búið að setja hátt í 100 bíla af efni í Tungubakkahringinn á þessu ári. Einnig búið að laga ræsið og veginn við litlu tjörnina þar sem brúin upp í Varmadal er. 

5. Auglýsingar í reiðhöll 

Hákon, Rúnar Þór og Rúnar ætla að hittast í reiðhöll og athuga hvaða skilti þarf að taka niður. 

6. Önnur mál 

Varðandi útleiguna á reiðhöllinni var rætt um að banna einkakennslu vegna takmarkana í höllinni sem eru núna í gildi. Hægt að vísa yfir í höllina í Blíðubakkahúsinu eða leyfa einkakennslu á ákveðnum tíma dags, s.s. ekki leyfilegt milli 16-19 sem er mesti álagstíminn. Einnig kom sú hugmynd að setja upp bókunarkerfi og skjá þar sem knapar geta séð hverjir eiga bókaða höllina og hvaða svæði þegar komið er inn í hana. Einnig væri hægt að bóka minni hluta af höllinni, ekki helming. 

Hugmynd um að setja snjóbræðslu í hvíta hringerðið næst reiðhöllinni, einnig að yfirbyggja einhver hringgerði. Verður rætt betur síðar. 

Rætt var að hestamannafélagið myndi taka yfir sameiginleg mannvirki sem hesthúsafélagið hefur nú umsjón með, s.s. sjúkragerðið og hringgerðin. Þá gæti hestamannafélagið lagt peninga í að yfirbyggja og flikka upp á gerðin. 

Nauðsynlegti að setja skýrar matsreglur fyrir tilnefningarnar um íþróttamann og íþróttakonu Harðar, besta kynbótahestinn og ræktunarstarf. Þarf að skoða reglurnar hjá LH hvernig þeir reikna þetta út og vinna þetta út frá þeim. Rúnar Þór og Sonja voru sett í málið. 

Mikið er farið að bera á glamri í brúnni sem liggur undir Leirvogstungubrúnna. Tillaga um að reyna að laga þetta eitthvað, t.d. að klæða steypta vegginn eða athuga í hverju er að glamra mikið og laga það. 

Hugmynd kom um að gera svokallaðann verndaðann hring sem er stuttur en á honum ættu hestamenn að vera í vernduðu umhverfi þar sem er alveg bannað að hleypa, vera með hunda, ganga eða vera með áreiti af einhverju tagi sem gæti hrætt hestinn. Gæti samrýmst hugmyndur Mosfellbæjar um afmarkaðan reiðstíg í Ævintýragarðinum. 

Félagið er að greiða leigugjald fyrir afnot af landi við Arnarholt. Formanni falið að kanna málið nánar. 

Fleira ekki rætt á fundinum 

Fundi slitið 19:50 

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir