Stjórnarfundur 17. ágúst 2020

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
mánudaginn 17. ágúst 2020 kl. 17:30.

 

Mætt: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Rúnar Sigurpálsson, Gígja Magnúsdóttir. Einar Guðbjörnsson boðaði forföll.

Dagskrá
1. Aðalfundur
2. Verkefni fram að aðalfundi
3. Staða verkefna
4. Önnur mál

1. Aðalfundur
- Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 28.október.
- Skoðað verður með hvaða sniði fundurinn verður haldinn sökum Covid.
- Þeir sem eiga að ganga út þetta árið eru: Rúnar, Gígja, Ragnhildur og Ólafur.
- Hákon era ð ljúka sínu 4ja ári sem formaður og verður því ekki í kjöri til formanns.
- Anna, Ingibjörg, Einar og Haukur eiga eftir ár af sínum kjörtíma, en Haukur ætlar þó að ganga út og Rúnar mun bjóða sig fram til 1 árs í hans stað til að fylgja reglunum og til að fylgja ákveðnum verkefnum eftir.

2. Verkefni fram að aðalfundi


3. Staða verkefna
- Uppsetning lýsingar í reiðhöllinni verður unnið af Fannari rafvirkja. Mun hann byrja á því 27.8.20 og mun hestamannafélagið taka skæralyftu á leigu til verksins.
- Fenginn verður Gunni pípari til að breyta vatnslögninni í vökvunarkerfinu og tímastilla kerfið á sömu helgi meðan skæralyftan er á leigu.
- Planið hjá Ístak er alveg ofaní reiðveginum með tilheyrandi vatni sem fellur í veginn og skaflamyndun á veturna. Hugmyndin er að færa veginn norður á mel sem er þarna nálægt. Rúnar S og Hákon eru að fara með Jóhönnu, Bjarna og Björgvini hjá bænum að skoða Ístaks hringinn til að athuga með möguleika á færslu.
- Þakkanturinn á gamla hluta Harðarbóls verður lagaður í næstu viku og sett lýsing.
- Stéttin hjá Harðarbóli verður löguð í haust.
- Áttavilltir ætla að mála Harðarból.
- Varðandi deiluskipulagið þá er hugmynd að færa reiðstíginn út úr hverfinu norðan við Skiphól, en hann er á mynjaskrá. Ef leyfið fyrir reiðstíginn tefur ekki ætti deiluskipulagið að vera tilbúið til auglýsingu um næstu helgi.
- Rætt var hvort furuflís sé sniðug sem gólfefni í reiðhöllina. Það verður skoðað nánar. Hákoni falið málið.
- Lýsing og skjákerfi enn í ólagi í Harðarbóli. Hákon talar við Egil og fær hann í málið.
- Hugmynd um að pússa og lakka gólfið í skrifstofurýminu áður en innréttingarnar verða settar upp.


4. Önnur mál
- Kótilettukvöld verður sett á með stuttum fyrirvara, ef það verður haldið.
- Rukkun á auglýsingar í reiðhöllinni var frestað í vor sökum covid. Ákveðið var að bíða til betri tíma. Hákon og Rúnar G endurmeta málið.
- Þarf að tilnefna 11 fulltrúa fyrir hönd hestamannafélagsins á Landsþing hestamanna sem verður haldið 16.-17. október.
- Rúnar framkvæmdastjóri var gerður að sóttvarnarfulltrúa, samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda.
- Hestamannafélagið sótti um styrk út af Covid og fékk úthlutað 411þ. krónur.
- Kerrustæðin verða rukkuð í lok ágúst.
- Sækja verður um reiðvegafé hjá bænum í haust þegar farið verður í fjárhagsáætlun bæjarins. Boðaður verði fundur með Reiðveganefnd.
- Samþykkt á fundi að bjóða reiðskólanum að fá að hafa gáminn í stæði fyrir neðan reiðhöll og greiði 18þ króna stöðugjald fyrir árið.
- Hugmynd að setja upp skilti fyrir kerrustæðin til upplýsinga um að þetta séu stæði í útleigu.
- Hugmynd að hafa gestastæði.
- Uppfæra Framkvæmdaáætlun félagsins til næstu 5 ára. Umsjónarmenn Hákono og Rúnar G.
- Íþróttamaður og Íþróttakona Harðar 2019 eru Benedikt Ólafsson og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Viðurkenningar fyrir nafnbótina hafa verið veittar á árshátíð félagsins, sem ekki var haldin í ár vegan Covid. Það verður gert við fyrsta tækifæri.


Fleira ekki rætt á fundinum

Fundi slitið 19:02

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir