Stjórnarfundur 27. maí 2020
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 27 2020 10:57
Stjórnarfundur Harðar 27-5-2020 kl 17.30 í Harðarbóli
Mættir: Hákon, Rúnar Þór, Haukur, Ragnhildur, Einar, Gígja, Rúnar Sigurpáls framkvstj, Anna Lísa (á netinu)
Beitarmál:
Breyta reglum: Félagið sér sjálft um að girða ný hólf. Félagið eignast allar girðingar, en einstaklingar sjá um viðhald. Hafi félagsmaður notað nýtt girðingu í 3 ár eða meira, þá eignast félagið girðinguna.
Ekki verður leyft að setja hross í beitarhólf 2020 þar sem eru gaddavírsgirðingar (enda búið að gefa frest til 2020 til að laga).
Endurskoðun beitarmála:
Allir félagsmenn sem eiga rétt á beit og halda hesta á félagssvæði Haðar fá beit. Búið er að fá ný svæði til nýtingar og fjölga beitarhólfum. Lögð er áhersla á betri nýtingu hólfa og höfum því lagt til betri nýtingu með endurskipulagninu nokkurra þeirra. Tungubakkasvæði verði endurskipulagt og þarf að kynna þá tillögu á heimasíðunni og ræða við hluteigendur.
Senda út rukkun á alla með greiðslufrest 10 júní, en þá kemur í ljós hverjir vilja afþakka beit.
Lýsing í reiðhöll:
Fengum og tókum tilboði frá Kauplandi í led lampa og áætlaður vinnuliður 250.000. Fengum einnig tilboð frá ÓJK, en verðið var mun hærra, bæði kostnaður í lampa og uppsetning.
Framkvæmdir:
3,9m í reiðvegastyrk í viðhald og nýframkvæmdir reiðvega. Þurfum að setjast yfir þetta með reiðveganefnd.
Fáum gefins 12 ræsi til að koma í reiðvegi og bærinn setur niður á sinn kostnað. Bærinn skaffar steypuklumpa til að setja upp við Köldukvísl, en félagið sér um framkvæmd.
Lagfæra stétt framan við Harðarból og setja hitalögn.
Endurskoða og uppfæra framkvæmdaáætlun (Verkáætlun) til næstu 5 ára. Þarf að setjast yfir og skila svo til bæjarins fyrir haustið. Rúnar og Hákon fara yfir og klára og kalla eftir innleggi frá stjórnarmönnum.
Umferð ríðandi, hjólandi og gangandi: Þarf að koma á átaki í samvinnu við bæinn að kynna hættur sem snúa reiðmönnum. Koma á samstarfi við bæinn um að aðgreina betur reiðvegi frá gangandi og hjólandi umferð.
Búið að sækja um 5-7 sumarstarfsmenn til að vinna með framkvæmdarstjóra Harðar að framkvæmdum á svæðinu í sumar.
Deiliskipulag:
Tillaga að nýju deiliskipulagi sem var auglýst um daginn, fékk nokkrar athugasemdir og því er lagt til að við byrjum á því að hafa bara áfanga 1 (3 lengjur austast í hverfinu). Þéttingu verði seinkað eða tekin út. Áfangi 3 (svæði þar sem Sorpa er í dag) kæmi mögulega inn ef/þegar Sorpa fer.
Hákon, Rúnar Þór, Anna Lísa og Hulda arkitekt funduðu í dag og munu stjórnarmenn senda Huldu tillögur að breytingum. Rúnar Þór og Anna Lísa vinna þetta áfram með Huldu arkitekt.
Fjármál:
Styrkur vegna Covid 413.000 frá ÍSÍ vegna tekjutaps viðburða og námskeiða. Þurfum að senda inn umsókn um frekari stuðning.
Ragnhildur tekur fjárhagslega stöðu félagsins svo við áttum okkur betur á getu til að sinna framkvæmdum í sumar.
Stjórnarmenn:
Hákon hættir í haust vegna 4 ára reglu.
Þurfum að finna nýjan formann og þurfum líka að fara að huga að hverjir gefis kost á sér til stjórnarsetu.
Fundi slitið kl 19.