Stjórnarfundur Harðar, 29. nóvember 2018
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 29 2018 14:38
Stjórnarfundur Harðar, 29 nóvember 2018
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Hákon Harðarsson (HH) Ragnhildur Traustadóttir (RT), Haukur Nílelsson (HN), Rúnar Þór Guðbrandsson (RÞG), Kristinn Már Sveinsson (KMS), og Ólafur Haraldsson (ÓH). Einnig eru mætt, Rúnar Geir Sigurpálsson (RGS) og Sonja Novack (SN)
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð síðasta fundar lesin og staðfest.
- Gjaldskrá fyrir reiðhöll
Gjaldskrá fyrir árið 2019 rædd. Samþykkt að hækka gjald fyrir lykla í samræmi við breytingar á verðlagi en verð hefur nú verið óbreytt í tvö ár. Gjaldskrá samþykkt þannig:
- Heill dagur : 65.000
- Hálfur dagur: 15.000
- Unglingar og ungmenni (13-20 ára) og 70 ára og eldri greiða hálft gjald.
- 13 ára og yngri frá frítt í höllina en þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Heill dagur er frá 8 – 23.00 en hálfur dagur frá 8 – 16 eða 14 – 23.00
Leiga á hálfri höll v/reiðkennslu
- Aðeins í boði fyrir félagsmenn: 3.900 fyrir 1 klst, en 2.500 fyrir ½ klst.
Samþykkt að ekki væri hægt að leigja alla höllina nema í sérstökum tilvikum.
- Innheimta gjalds fyrir leigu á kerrustæðum.
Félagsmönnum stendur til boða að leigja stæði fyrir hestakerrur sína á félagssvæðinu. Gjald fyrir kerruna verður kr. 6.000 á ári. Innheimta byrjar frá og með 1. janúar 2019 að telja.
- Beitarnefnd
Rætt um nauðsyn þess að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi beitarmála hjá félaginu. HH lagði til að stjórn taki yfir skipulag á beitarmálum og úthlutun á beitarhólfum til félagsmanna. Tillagan var rædd og samþykkt af öllum fundarmönnum.
Lagt var fram bréf frá Valdimar vegna beitarmála á Langaneshrygg. Samþykkt að ræða við Valdimar og bjóða honum að koma með tillögur að fyrirkomulagi beitarmála á Langaneshrygg.
5. Skipan í nefndir
Rætt um skipan í nefndir félagsins.
Fullskipað er í Fræðslunefnd, og er Erna tengiliður stjórnar í nefndinni.
Einnig er fullskipað í æskulýðsnefnd og er Ólafur tengiliður stjórnar í nefndinni.
Veitinganefnd og árshátíðarnefnd. Hér vantar fulltrúa og samþykkt að setja inn auglýsingu á vef félagsins og óska eftir áhugasömum félagsmönnum í þessar nefndir.
- Dagskrá vetrarins
Dagskrá er í vinnslu og mun Sonja birta hana á vef félagsins þegar hún verður frágengin.
- Breyting á deiliskipulagi
HH gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt RÞG átti með fulltrúum Mosfellsbæjar um skipulagningu á fleiri hesthúsalóðum austan megin á félagssvæðinu. Von er á tillögum að breyttu deiliskipulagi uppúr miðjun desember. Breyting á deiliskipulagi verður kynnt félagsmönnum þegar það liggur fyrir.
- Reiðvegir í nærumhverfi
HH gerði grein fyrir fundi sem hann átti með Jóhönnu Hansen, bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar um reiðvegamál á félagssvæðinu, þ.e. á svokölluðum Blikastaðahring annarsvegar og Flugvallarhring hinsvegar, en bæjarfélagið hefur lagt til fjármagn vegna viðhalds á þessum vegum um kr. 2.2 á ári. Inní þeirri tölu er ekki kostnaður vegna snjómoksturs.
Á fundinum kom fram ósk bæjarfélagsins um breytingar á fyrirkomulagi viðhaldsmála og samskiptum við bæjarfélagið, vegna viðhalds á ofangreindum reiðvegum og þá á þann veg að framkvæmd viðhalds yrði framvegis á ábyrgð stjórnar félagsins en ekki reiðveganefndar. Var þessi tillaga rædd og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Staða framkvæmda
- Umferð um reiðgötu vestan Varmárskóla.
HH gerði grein fyrir tölvupósti frá Jóhönnu bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar um fyrirhugaðar framkvæmdir við fjölnota íþróttahús v/Varmárskóla, en bæjarfélagið hefur óskað eftir samráði við Hörð vegna þessa. Nauðsynlegt er að aðkoma verktaka verði að hluta til á reiðstígnum frá Tunguvegi, en reynt að hafa akstri um hann þannig að sem minnst truflun verði. Til loka janúar 2019 má gera ráð fyrir mikilli umferð á svæðinu. Frá og með 1. febrúar 2019 verður umferð verktaka lokið kl. 16.00 og engin umferð um helgar, nema í sérstökum tilvikum, sem verða þá tilkynnt sérstaklega í góðan tíma til félagsins.
- Lýsing í (gamla) sal í félagsheimili.
Rætt um nauðsyn þess að bæta lýsingu í salnum. HH gerði grein fyrir verðkönnun á lýsingu. Efniskostnaður er 600 – 700 þ.kr. og ekki mikil vinna að koma þessu upp. Félagið á eyrnamerkta peninga vegna þessa. Samþykkt að ráðast í þessa framkvæmd.
- Framkvæmdir í reiðhöll v/brunaúttektar
Lagfæra þarf brunaútgang í norðvesturenda reiðhallarinnar samkvæmt athugasemdum sem bárust vegna brunaúttektar slökkvilið. RGS falið að finna lausn í samræmi við framkomnar athugasemdir.
- Speglar í reiðhöll
Rætt um að koma fyrir speglun í norðvesturenda reiðhallarinnar. Samþykkt að fela RGS að afla tilboða í spegla en stefnt er að því að koma þeim upp í janúar 2019.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: ÓH