Stjórnarfundur Harðar, 27. nóvember 2017

Fundargerð

Hestamannafélag Harðar

Dagsetning: 27.11.2017

Staður: Harðarból

Tími: 17:30-20:00

Mættir: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Gígja Magnúsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Kristinn Már Sveinsson, Gunnar Valsson og Erna Arnardóttir.

Haukur Níelsson boðið forföll.

 

 

Efni fundarins

Ákvörðun

Ábyrgur

 

1

Stjórn skiptir með sér verkum:

RT verður áfram gjaldkeri, EA verður ritari, aðrir stjórnarmenn meðstjórnendur.  HH gerði stjórnarmönnum grein fyrir því að ritari stendur formanni næst.

RT gjaldkeri

EA ritari

Aðrir meðstjórnendur

   

2

Nefndarskipan:

Árshátíðarnefnd skipa: Anna Lísa Guðmundsdóttir, Hafrún Hlín Magnúsdóttir, Jón Atli Kjartansson og Jón Geir Sigurbjörnsson

     
 

Beitarnefnd:  Stjórnin mun ræða við  beitarnefnd um endurskipulagningu beitarmála með það í huga að skapa meiri sátt og gegnsæi um úthlutun til nýrra umsækjenda og gera úthlutunarreglur skýrar og aðgengilegar á Harðarvefnum.

Rædd verða eftirfarandi atriði:

·       Formennska í nefndinni

·       Skipan annarra nefndarmanna

·       Ábyrgðatrygging hrossa á beit á vegum félagsins

·       Mótun regluverks fyrir úthlutanir til birtingar á vef

·       Kröfur til girðinga

·       Fyrirkomulag haldlagninga hrossa utan girðinga

Hákon formaður, Haukur Níelsson og Jón Ásbjörnsson munu  ræða endurskipulagningu beitarmála og mótun skýrra reglna sem hægt er að birta við nefndina.

Hákon/Haukur

 
 

Framkvæmdanefnd (áður bygginganefnd) skipa: Hákon Hákonarson, Gunnar Valsson, Gunnar Örn Steingrímsson, Sæmundur Eiríksson og Haukur Níelsson.

     
 

Ferðanefnd: Rætt um að fá meiri virkni í ferðanefnd og samráð við Áttavillta um dagsetningar ferða á vegum félaganna

HH falið að fá Herdísi Hjaltadóttur (Lillu) og Sæmund Eiríksson til að taka að sér ferðanefnd.

Hákon

 
 

Fræðslunefnd skipa: Kristján Kristjánsson formaður, Erna Arnardóttir og Hinrik Gylfason

     
 

Fræðslunefnd fatlaðra:

Hólmfríður  Halldórsdóttir mun hætta sem formaður nefndarinnar að eigin ósk. Sandra Lync tekur sæti hennar í nefndinni en auk hennar verða Berglind Árnadóttir og Agla Hendriksdóttir.

HH sagði nýjum stjórnarmönnum frá viðræðum um að fá önnur hestamannafélög til að taka þátt í starfi með fatlaða til að dreifa ábyrgðinni á fleiri aðila. Reksturinn er sprunginn og fjárhagslega þungur. Nú þegar eru sjö námskeið á dagskrá í viku hverri og annar hvergi eftirspurn. Hugmyndir eru uppi um að setja reksturinn í sérstakt  félag með aðkomu Íþróttafélags  fatlaðra og verið er að ræða þær hugmyndir á vettvangi hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.  HH mun upplýsa stjórn um framgang þeirra viðræðna.

HH ræðir við Berglindi og Öglu um nefndarsetu

Hákon

 
 

Harðarból:

Ákveðið að sameina rekstur og útleigu í eina nefnd: Nefndina skipa:  Hólmfríður Halldórsdóttir, Gígja Magnúsdóttir, Gunnar Örn Steingrímsson og Halldór Marías Ásageirsson.

Rekstur og útleiga Harðarbóls nú á einni hendi.

Gígja

 
 

Fjáröflunarnefnd:

HH og RT skipa nefndina og munu reyna að fá Þorstein Pétursson til liðs við nefndina. Nefndin getur úthýst fjáröflunarverkefnum eins og  Firmakeppni ef þurfa þykir.

HH ræðir við Þorstein Pétursson um nefndarsetu.

Hákon/Ragnhildur

 
 

Kynbótanefnd og stóðhestanefnd:

Hlutverk nefndanna óljóst og ákveðið að leggja  þær  niður í núverandi mynd.

   
 

Hesthúseigendafélagið:

HH ræddi gagnsemi þess að fá betri  skilgreiningu á verkefnasviði og ábyrgð hesthúseigendafélagsins. Vilji er til nánara samstarfs milli Harðar og hesthúseigendafélagsins í því skyni að forgangsraða verkefnum sameiginlega og eiga nánara samstarf.

HH ræðir við Júlíus Ármann formann hesthúseigendafélagsins.

Hákon

 
 

Reiðhallarnefnd:

Nefndin í fyrri mynd stofnuð þegar reiðhöllin var í byggingu.  Núna sér stjórn félagsins um allar framkvæmdir sem í gangi eru s.s útboð í verk,  uppsetningu ný loftræstikerfis (3,9 milj), uppsetningu þakrenna,  skilgreiningu verkefna starfsmanns Harðar við viðhald og rekstur reiðhallar osfrv.

Nefndin lögð niður

   
 

Umhverfisnefnd:

Stjórn félagsins hefur undanfarið séð um umhverfis- og hreinsunardaginn og mun gera það áfram.  Ákveðið að leggja nefndina niður.

Nefndin lögð niður

   
 

Mótanefnd:

Nefndina skipa: Kristinn Már Sveinsson, Grettir Guðmundsson og Haukur Níelsson.

EA  ræðir við Margréti Dögg Halldórsdóttur um að taka að sér formennsku í nefndinni.

KMS ræðir við Telmu Davíðsdóttur, Ernu Jökulsdóttur, Söndru Lync og Hrafndísi Kötlu Elíasdóttur um að starfa með nefndinni.

Erna/Kristinn Már

 
 

Æskulýðsnefnd:

Allir nefndarmenn frá því í fyrra eru hættir nema Rúnar Þór Guðbrandsson.

Rúnari falið að manna nefndina.

Rúnar

 
 

Skólamálanefnd:

Verkefna og ábyrgðasvið nefndarinnar óljóst. Eina augljósa verkefnið er samstarfssamningur við FMos sem stjórnin tekur að sér.

HH ræðir við Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur um að leggja nefndina niður.

Hákon

 
 

Veitinganefnd skipa:

Gígja  Magnúsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir og Harpa Svavarsdóttir.

 

 

Gígja/Ragnhildur

 
 

Umsjón heimasíðu:

Vefstjóri verður áfram Kjartan faðir Antons Huga. EA og HH þurfa edit eða admin aðgangi að síðunni til að geta prófarkarlesið/leiðrétt efni  síðunnar og sett inn efni jafnóðum og þörf er á. Sonja Noack reiðkennari og starfsmaður Harðar hefur einnig edit/admin aðgang

EA ræðir við Kjartan um að stofna edit eða admin aðgang fyrir HH og EA

Rúnar ræðir við Kjartan um nýtt útlit heimasíðu

Erna/Rúnar

 
 

Heldri menn og konur:

Nefndina skipa: Sigríður Johnsen formaður, Þuríður Yngvadóttir og Konráð Axelsson. Jólahittingur nefndarinnar verður 14. dsember 2017

     

3

Mótadagar komandi vetrar:

LH hefur óskað eftir dagsetningum íþróttamóts og gæðingamóts Harðar fyrir 1. des.

Íþróttamót Harðar verður  5.maí 2018

Gæðingamót Harðar verður 1-3 júní 2018

Ákveðið að halda vetrarmótaröð með 3 mótum. Árshátíðarmót 24. febrúar veður eitt vetrarmótanna.

Firmakeppni verður haldin 19. apríl 2018.

   

4

Staða framkvæmda:

HH gerði grein fyrir stöðu framkvæmda. 

·       Nýja rúllubaggastæðið hefur verið gagnrýnt af Tómasi umhverfisstjóra Mosfellsbæjar.  Annar valkostur ekki augljós.

·       Sléttað var úr jarðvegi fyrir neðan reiðhöll. 2/3 hans er mold sem ekki er hægt að aka eða leggja bílum á.  1/3 möl sem hentar fyrir bílastæði. Verktaki hefur metið að það þurfi 450 rúmmetra af möl ef 30 cm. Stefnt er að því að laga og gera varanlegt bílastæði.

·       Skipulagsstjóri Mosfellsbæjar er að skoða hvort veitt verði leyfi til byggingar tveggja hesthúsa á lóð þar sem stóra tamningatunnan er.

·       Unnið er að uppsetningu nýs loftræstikerfis í reiðhöllinni. Kerfið kostaði 3.900.000 kr. Án Vsk.  Verkið klárast væntanlega í vikunni. Eftir uppsetningu verður hægt að þrífa græna slikju af veggjum reiðhallar.

·       Loftræstikerfi í eldhús Harðarbóls verður sett upp í desember, enda er eldhúsið á undanþágu frá heilbrigðiseftirliti vegna skorts á viðunandi loftræstikerfi.

·       Stétt fyrir utan Harðarból fer í bið.

·       Dráttarvél til afnota. Golfklúbburinn hefur boðið leigu á dráttarvél fyrir 4.000kr. pr. vinnustund.  Félaginu stendur einnig til boða endurgjaldslaust lán á gamalli en  starfhæfri dráttarvél gegn viðhaldi á tækinu.

 

Haukur Níelsson mun merkja moldarflag fyrir neðan reiðhöll.

Hákon,Haukur, Jói Odds og Jón Sverrir í Varmadal verða fengnir til að meta umfang og kostnað nauðsynlegra framkvæmda við bílastæði.

HH mun kanna nánar ástand dráttarvélarinnar og kostnað við flutning hennar frá Borgarnesi til Mosfellsbæjar.

Haukur

Hákon/Haukur

Hákon

 

5

Lyklagjald í reiðhöll:

HH mun gera tillögu til stjórnar fyrir næsta fund.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Hákon

 

6

Önnur mál:

     
 

Vatnsveituskurður sem gerður var af hesthúseigendafélaginu til að veita vatni sem flæðir frá efri byggðum í þar til gerða skurði hefur valdið tjóni á bifreiðum félagsmanna. Lagfæra þarf skurðbarma.

HH mun ræða við Júlíus Ármann formann hesthúsfélagsins um að lagfæra þannig að ekki hljótist meira tjón af.

Hákon

 
 

Rekstrarhringir

Mótaðar voru reglur fyrir forsvarsmenn rekstrarhringja í fyrra.  HH mun senda stjórnarmönnum reglurnar sem til stóð að láta rekstarmenn skrifa undir.  Þarf að gera opinbert hvernig sótt er um leyfi fyrir rekstrarhring, að hvaða skilyrðum uppfylltum.

HH sendir stjórn reglurnar.

Hákon

 
 

Viðburðadagatal – Fyrstu drög:

14.12.2017 Jólafundur heldri félagsmanna

24.2.2018: Árshátíðarmót/Árshátíð

19.4.2018: Firmakeppni

19.4.2018: Hreinsunardagur

21.4.2018: Kótelettukvöld

28.04: Fáksmenn koma í heimsókn

5.5.2018:   Íþróttamót Harðar

19.5.2018: Náttúrureið

27.5.2018: Kirkjureið/Kirkjukaffi í          Harðarbóli

1-3.6.2018:Gæðingakeppni Harðar – fyrri úrtaka

arðarHarðar

     
 

Fundartími stjórnar:

 

Fyrsti þriðjudagur mánaðar kl. 17:30

Allir stjórnarmenn