Stjórnarfundur Harðar, 27. nóvember 2017
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, nóvember 27 2017 14:37
Fundargerð
Hestamannafélag Harðar
Dagsetning: 27.11.2017
Staður: Harðarból
Tími: 17:30-20:00
Mættir: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Gígja Magnúsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Kristinn Már Sveinsson, Gunnar Valsson og Erna Arnardóttir.
Haukur Níelsson boðið forföll.
|
Efni fundarins |
Ákvörðun |
Ábyrgur |
|
1 |
Stjórn skiptir með sér verkum: RT verður áfram gjaldkeri, EA verður ritari, aðrir stjórnarmenn meðstjórnendur. HH gerði stjórnarmönnum grein fyrir því að ritari stendur formanni næst. |
RT gjaldkeri EA ritari Aðrir meðstjórnendur |
||
2 |
Nefndarskipan: Árshátíðarnefnd skipa: Anna Lísa Guðmundsdóttir, Hafrún Hlín Magnúsdóttir, Jón Atli Kjartansson og Jón Geir Sigurbjörnsson |
|||
Beitarnefnd: Stjórnin mun ræða við beitarnefnd um endurskipulagningu beitarmála með það í huga að skapa meiri sátt og gegnsæi um úthlutun til nýrra umsækjenda og gera úthlutunarreglur skýrar og aðgengilegar á Harðarvefnum. Rædd verða eftirfarandi atriði: · Formennska í nefndinni · Skipan annarra nefndarmanna · Ábyrgðatrygging hrossa á beit á vegum félagsins · Mótun regluverks fyrir úthlutanir til birtingar á vef · Kröfur til girðinga · Fyrirkomulag haldlagninga hrossa utan girðinga |
Hákon formaður, Haukur Níelsson og Jón Ásbjörnsson munu ræða endurskipulagningu beitarmála og mótun skýrra reglna sem hægt er að birta við nefndina. |
Hákon/Haukur |
||
Framkvæmdanefnd (áður bygginganefnd) skipa: Hákon Hákonarson, Gunnar Valsson, Gunnar Örn Steingrímsson, Sæmundur Eiríksson og Haukur Níelsson. |
||||
Ferðanefnd: Rætt um að fá meiri virkni í ferðanefnd og samráð við Áttavillta um dagsetningar ferða á vegum félaganna |
HH falið að fá Herdísi Hjaltadóttur (Lillu) og Sæmund Eiríksson til að taka að sér ferðanefnd. |
Hákon |
||
Fræðslunefnd skipa: Kristján Kristjánsson formaður, Erna Arnardóttir og Hinrik Gylfason |
||||
Fræðslunefnd fatlaðra: Hólmfríður Halldórsdóttir mun hætta sem formaður nefndarinnar að eigin ósk. Sandra Lync tekur sæti hennar í nefndinni en auk hennar verða Berglind Árnadóttir og Agla Hendriksdóttir. HH sagði nýjum stjórnarmönnum frá viðræðum um að fá önnur hestamannafélög til að taka þátt í starfi með fatlaða til að dreifa ábyrgðinni á fleiri aðila. Reksturinn er sprunginn og fjárhagslega þungur. Nú þegar eru sjö námskeið á dagskrá í viku hverri og annar hvergi eftirspurn. Hugmyndir eru uppi um að setja reksturinn í sérstakt félag með aðkomu Íþróttafélags fatlaðra og verið er að ræða þær hugmyndir á vettvangi hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. HH mun upplýsa stjórn um framgang þeirra viðræðna. |
HH ræðir við Berglindi og Öglu um nefndarsetu |
Hákon |
||
Harðarból: Ákveðið að sameina rekstur og útleigu í eina nefnd: Nefndina skipa: Hólmfríður Halldórsdóttir, Gígja Magnúsdóttir, Gunnar Örn Steingrímsson og Halldór Marías Ásageirsson. |
Rekstur og útleiga Harðarbóls nú á einni hendi. |
Gígja |
||
Fjáröflunarnefnd: HH og RT skipa nefndina og munu reyna að fá Þorstein Pétursson til liðs við nefndina. Nefndin getur úthýst fjáröflunarverkefnum eins og Firmakeppni ef þurfa þykir. |
HH ræðir við Þorstein Pétursson um nefndarsetu. |
Hákon/Ragnhildur |
||
Kynbótanefnd og stóðhestanefnd: |
Hlutverk nefndanna óljóst og ákveðið að leggja þær niður í núverandi mynd. |
|||
Hesthúseigendafélagið: HH ræddi gagnsemi þess að fá betri skilgreiningu á verkefnasviði og ábyrgð hesthúseigendafélagsins. Vilji er til nánara samstarfs milli Harðar og hesthúseigendafélagsins í því skyni að forgangsraða verkefnum sameiginlega og eiga nánara samstarf. |
HH ræðir við Júlíus Ármann formann hesthúseigendafélagsins. |
Hákon |
||
Reiðhallarnefnd: Nefndin í fyrri mynd stofnuð þegar reiðhöllin var í byggingu. Núna sér stjórn félagsins um allar framkvæmdir sem í gangi eru s.s útboð í verk, uppsetningu ný loftræstikerfis (3,9 milj), uppsetningu þakrenna, skilgreiningu verkefna starfsmanns Harðar við viðhald og rekstur reiðhallar osfrv. |
Nefndin lögð niður |
|||
Umhverfisnefnd: Stjórn félagsins hefur undanfarið séð um umhverfis- og hreinsunardaginn og mun gera það áfram. Ákveðið að leggja nefndina niður. |
Nefndin lögð niður |
|||
Mótanefnd: Nefndina skipa: Kristinn Már Sveinsson, Grettir Guðmundsson og Haukur Níelsson. |
EA ræðir við Margréti Dögg Halldórsdóttur um að taka að sér formennsku í nefndinni. KMS ræðir við Telmu Davíðsdóttur, Ernu Jökulsdóttur, Söndru Lync og Hrafndísi Kötlu Elíasdóttur um að starfa með nefndinni. |
Erna/Kristinn Már |
||
Æskulýðsnefnd: Allir nefndarmenn frá því í fyrra eru hættir nema Rúnar Þór Guðbrandsson. |
Rúnari falið að manna nefndina. |
Rúnar |
||
Skólamálanefnd: Verkefna og ábyrgðasvið nefndarinnar óljóst. Eina augljósa verkefnið er samstarfssamningur við FMos sem stjórnin tekur að sér. |
HH ræðir við Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur um að leggja nefndina niður. |
Hákon |
||
Veitinganefnd skipa: Gígja Magnúsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir og Harpa Svavarsdóttir.
|
Gígja/Ragnhildur |
|||
Umsjón heimasíðu: Vefstjóri verður áfram Kjartan faðir Antons Huga. EA og HH þurfa edit eða admin aðgangi að síðunni til að geta prófarkarlesið/leiðrétt efni síðunnar og sett inn efni jafnóðum og þörf er á. Sonja Noack reiðkennari og starfsmaður Harðar hefur einnig edit/admin aðgang |
EA ræðir við Kjartan um að stofna edit eða admin aðgang fyrir HH og EA Rúnar ræðir við Kjartan um nýtt útlit heimasíðu |
Erna/Rúnar |
||
Heldri menn og konur: Nefndina skipa: Sigríður Johnsen formaður, Þuríður Yngvadóttir og Konráð Axelsson. Jólahittingur nefndarinnar verður 14. dsember 2017 |
||||
3 |
Mótadagar komandi vetrar: LH hefur óskað eftir dagsetningum íþróttamóts og gæðingamóts Harðar fyrir 1. des. |
Íþróttamót Harðar verður 5.maí 2018 Gæðingamót Harðar verður 1-3 júní 2018 Ákveðið að halda vetrarmótaröð með 3 mótum. Árshátíðarmót 24. febrúar veður eitt vetrarmótanna. Firmakeppni verður haldin 19. apríl 2018. |
||
4 |
Staða framkvæmda: HH gerði grein fyrir stöðu framkvæmda. · Nýja rúllubaggastæðið hefur verið gagnrýnt af Tómasi umhverfisstjóra Mosfellsbæjar. Annar valkostur ekki augljós. · Sléttað var úr jarðvegi fyrir neðan reiðhöll. 2/3 hans er mold sem ekki er hægt að aka eða leggja bílum á. 1/3 möl sem hentar fyrir bílastæði. Verktaki hefur metið að það þurfi 450 rúmmetra af möl ef 30 cm. Stefnt er að því að laga og gera varanlegt bílastæði. · Skipulagsstjóri Mosfellsbæjar er að skoða hvort veitt verði leyfi til byggingar tveggja hesthúsa á lóð þar sem stóra tamningatunnan er. · Unnið er að uppsetningu nýs loftræstikerfis í reiðhöllinni. Kerfið kostaði 3.900.000 kr. Án Vsk. Verkið klárast væntanlega í vikunni. Eftir uppsetningu verður hægt að þrífa græna slikju af veggjum reiðhallar. · Loftræstikerfi í eldhús Harðarbóls verður sett upp í desember, enda er eldhúsið á undanþágu frá heilbrigðiseftirliti vegna skorts á viðunandi loftræstikerfi. · Stétt fyrir utan Harðarból fer í bið. · Dráttarvél til afnota. Golfklúbburinn hefur boðið leigu á dráttarvél fyrir 4.000kr. pr. vinnustund. Félaginu stendur einnig til boða endurgjaldslaust lán á gamalli en starfhæfri dráttarvél gegn viðhaldi á tækinu.
|
Haukur Níelsson mun merkja moldarflag fyrir neðan reiðhöll. Hákon,Haukur, Jói Odds og Jón Sverrir í Varmadal verða fengnir til að meta umfang og kostnað nauðsynlegra framkvæmda við bílastæði. HH mun kanna nánar ástand dráttarvélarinnar og kostnað við flutning hennar frá Borgarnesi til Mosfellsbæjar. |
Haukur Hákon/Haukur Hákon |
|
5 |
Lyklagjald í reiðhöll: HH mun gera tillögu til stjórnar fyrir næsta fund. |
Ákvörðun frestað til næsta fundar. |
Hákon |
|
6 |
Önnur mál: |
|||
Vatnsveituskurður sem gerður var af hesthúseigendafélaginu til að veita vatni sem flæðir frá efri byggðum í þar til gerða skurði hefur valdið tjóni á bifreiðum félagsmanna. Lagfæra þarf skurðbarma. |
HH mun ræða við Júlíus Ármann formann hesthúsfélagsins um að lagfæra þannig að ekki hljótist meira tjón af. |
Hákon |
||
Rekstrarhringir Mótaðar voru reglur fyrir forsvarsmenn rekstrarhringja í fyrra. HH mun senda stjórnarmönnum reglurnar sem til stóð að láta rekstarmenn skrifa undir. Þarf að gera opinbert hvernig sótt er um leyfi fyrir rekstrarhring, að hvaða skilyrðum uppfylltum. |
HH sendir stjórn reglurnar. |
Hákon |
||
Viðburðadagatal – Fyrstu drög: 14.12.2017 Jólafundur heldri félagsmanna 24.2.2018: Árshátíðarmót/Árshátíð 19.4.2018: Firmakeppni 19.4.2018: Hreinsunardagur 21.4.2018: Kótelettukvöld 28.04: Fáksmenn koma í heimsókn 5.5.2018: Íþróttamót Harðar 19.5.2018: Náttúrureið 27.5.2018: Kirkjureið/Kirkjukaffi í Harðarbóli 1-3.6.2018:Gæðingakeppni Harðar – fyrri úrtaka arðarHarðar |
||||
Fundartími stjórnar:
|
Fyrsti þriðjudagur mánaðar kl. 17:30 |
Allir stjórnarmenn |