Stjórnarfundur Harðar, 27. mars 2018

FUNARGERÐ STJÓRNARFUNDAR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Dagsetning:    27.3.2018

Staður:            Harðarból

Tími:                17:30-20:00

Mættir:           Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Gunnar Valsson, Erna Arnardóttir, Haukur Níelsson og Kristinn Már Sveinsson,  

Fjarverandi:    Gígja Magnúsdóttir.

Gestir fundarins: Telma Davíðsdóttir er áheyrnarfultrúi ungmenna á fundinum, hefur málfrelsi og tillögurétt en hefur ekki rétt til að greiða atkvæði ef til hennar kemur.

 

 

Efni fundarins

Ákvörðun

Ábyrgur

 

1

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hákon mun fara í skýrslugerðina vegna fyrirmyndarfélagsins og mun nota gögn frá því í fyrra og hitteðfyrra

Hákon sendir inn skýrslu

   

2

Reiðhallarsýning 4. Apríl

Í undirbúningi og verður kl. 19:00-20:00 þann 4. Apríl og er sýnisgluggi á það hvernig unnið er inni í reiðhöllinni. Erna og Súsanna sjá um málið. Verður auglýst á heimasíðu, Facebókarsíðu Harðarog í Mosfellingi.

Málið í vinnslu

   

3

Dimbilvika Spretts

Einn hestur frá Dalllandi sem er meri sem Kári Steinsson er með, Halldór Guðjónsson er erlendis og þess vegna kemst Glymur ekki.

Einn hestur frá Steina Aðalsteinssyni– Kraftur frá Árseli sem Siggi Matt er með

Kjósarmenn  ætluðu að mæta fyrir hönd Adams í Kjós en þeir eru hættir við

Málinu lokið

   

4

Hitakerfi í reiðhöll

Efni og forhitari kostar 1.027.000 m. Vsk. En píparinn býður 777.0000 m. Vsk.  Á móti koma bætur frá tryggingafélagi vegna tjóns sem  varð þegar element sprakk og vatnstjón varð á fatlaðraklósettinu fyrir u.þ.b. mánuði. Tilboð frá Rafblikk liggur fyrir.

Óskað verður eftir styrk frá bænum fyrir þessum framkvæmdum. Félagið á núna 7.800.000 krónur.

Rotþró fyrir reiðhöll þarf að víkja og tengja þarf klósett við fráveitukerfi Mosfellsbæjar. Málið er í vinnslu á vegum Hauks og væntanlega sleppur Hörður við kostnað vegna þessa.

     

5

Framtíðarsýn 14. Apríl

 

Við þurfum að fá sem flesta félagsmenn á fundinn

     

6

Önnur mál

Verkefnalisti stjórnar til starfsmanna félagsins:

     

8

Styrktarbeiðnmi sem send var inn til Mosfellsbæjar í Nóvember s.l. er komin í afgreiðsluferli.  Eyjólfur Árni verkfærðingur, sem er að leysa Jóhönnu bæjarverkfræðing af, hitti Hákon og Hauk í dag. Farið var yfir hitakerfismál í reiðhöllinni og margt fleira. Farið var yfir fleiri verkefni, ss. snjógildrur og rennur og hitakerfið, planið fyrir neðan reiðhöllinni sem vantar mikið stabilitet í efsta lagið þar c.a. 20 cm.burðarlag. Bæjarverkfræðingur bað um máltöku fyrir að laga planið. Hann viðraði ýmis fleiri mál eins og t.d. að malbika að Harðarbóli, fyrir framan reiðhöll og ræsi á planið, og bað um magntölur fyrir það. Rædd var lýsing við Leirvogstungur og lýsingu á Tungubakkahring.

Formaður sýndi honum líka teikningar að skipulagi. Fundurinn var gagnlegur að mati Hákons og Hauks sem sátu fundinn og Eyjólfur sýndi mikið frumkvæði og áhuga.

Hugmynd er að fá götufræs til að ryðja út en það væri hægt að fá það fyrir lítið eða ekkert.

     

7

Atvinnutæki – kerrupláss: Bærinn vill að stóru 12 metra flutningavagnarnir sem eru á stað þar sem ekki má leggja verði fluttir. 

     

8

Rúllustæðið var til umræðu og þaðe r til reynslu í ár. Ef vel gengur á eru hugmyndir um að gróðursetja mönina, loka stæðinu með hliði og taka gjald af þeim sem eru með atvinnustarfsemi eins og Gulli.  Hestamenn eru ánægðir með þjónustuna að hafa heysala á staðnum, og það þarf ða finna varanlega lausn á þessu. Skipulag hverfisins gerir ekki ráð fyrir heystæðum utandyra, en við hestamenn þurfum að finna lausn.  Ef þessu verður haldið áfram þarf að láta teikna þetta og samþykkt af skilulagsnefnd bæjarins.

     

9

Umherfismálafundurinn sem umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hélt:

Anna Lísa fór á fundinn fyrir hönd Harðar og talaði fyrir fjölgun reiðstíga og notaði tækifærið til að benda á að nota hrossaskít til upgræðslu. Varðandi lýðheilsu lagði hún til þrautabraut fyrir hesta í Ævintýragarðinum.

Unnið var í hópum til að safna hugmyndum fyrir stefnumótun bæjarins  í umhverfismálum.

     

10

Tungubakkahringur: Jóhannes Oddsson er að bera í veginn til að laga mestu drulluslökkin sem skapast hafa núna.

Engir rekstrarhringir hafa verið í gangi sl hálfa mánuð vegna þess hversu vegurinn er viðkævæmur.

Tungubakkahringurinn þarf að fá allsherjar yfirhalningu í sumar og bæjarverkfræðingurinn tók vel í þau skilaboð.  Það þarf að fá hann til að láta Ístak laga meðfram Tunguveginum sem þeir eyðulögðu. Tvisvar hefur Jóhanna bæjarverkfærðingur  tekið að sér að ræða við Ístak án árangaurs. Hákon munítreka þetta við afleysingarverkfræðinginn Eyjólf Árna.

     

11.

Fjármál og styrkir:

Mosfellsbær mun greiða okkur fastan samning c.a.8,5-10 milljónir á næstu dögum fyrir árið 2018. Félagið á nú þegar 7.800.000 krónur. Í ljósi þessarar fjáhagsstöðu var tekin ákvörðun um að fara í hitakerfisframkvæmdir í reiðhöllinni.

     

12

Fatlaðir á laugardögum:

Reyna að vera úti alla dagana, en ef veður hamlar þá eru þau inni. Þetta hefur ekki verið vandamál í vetur nema einu sinni að mati Berglindar Árnadóttur.

     

13

Til upplýsinga til stjórnar:

Erna og Hákon fóru með koníak og viðurkenningarskjal í níræðisafmæli Ingimars Sveinssonar með þökkum fyrir framlag til ayukningar

     

14

Hreinsunardagurinn sumardaginn fyrsta:

Stjórnin tekur að sér í ár að skipuleggja hreinsunardaginn. 19. Apríl  verður hreinsunardagurinn fyrir hádegi og firmakeppnin eftir hádegi.

     

15.

Dagur íslenska hestsins:

Ákveðið að agitera fyrir því að Harðarfélagar taki þátt í reiðinni þann 1. Maí.

     

16

Landsmót í Reykjavík

Sjálfboðaliðastarf skipulagt af Landsmótsnefnd. Ekki hefur verið farið framá vinnuframlag frá Herði enn. Rætt var um hvort ætti að hafa samstöðu meðal félaganna t.d. með að hafa úlpur merktar Herði eins og áður.  Áður hefur stjórn félagsins samþykkt að svartir og grænir keppnisjakkar séu jafngildir félagsbúningar Harðar. Svo verður áfram.

Óskað verður efitr því að Hólmfríður Ólafsdóttir veðrur sett í úlpunefnd sem leiti tilboðs frá Brosbolum, Margt Smátt, Cintamani, 66N, Hrímni ofl í félagsúlpur.

Rætt var um grill fyrir landsmótþátttakendur – keppendur og áhangendur. Skipuleggja grill í Harðarbóli á föstudeginum eftir að formlegri dagskrá lýkur.

 

 

Hófí, Stína og Gígja settar í úlpunefnd

   

16

Verkefnalisti stjórnar:

 

 

     
 

Fundartími stjórnar:

 

Fyrsti þriðjudagur mánaðar kl. 17:30

Allir stjórnarmenn