Stjórnarfundur Harðar, 15. október 2019

Mosfellsbær 15. 10.2019

 

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar í Gýmishúsinu, þriðjudag kl. 17.30

Dagskrá fundarins:

  1. Aðalfundur
  2. Framkvæmdir
  3. Önnur mál

 

Mættir: Hákon Hákonarson, Rúnar Þór Guðbrandsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Erna Arnardóttir, Gígja Magnúsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir auk þess var boðaður Rúnar Sigurpálsson framkvæmdarstjóri.

Hákon formaður kynnti allar framkvæmdir sem félagið hafði staði í frá því í vor og hverjar væru væntanlegar, en hann mun fara ítarlega yfir þær á aðalfundi, hann þakkað sérstaklega Rúnari framkvæmdarstjóra fyrir vel unninn störf.

Samþykkt var að aðalfundur verði fimmtudag 14. nóv. kl. 20 í Harðarbóli.

Úr stjórn eiga að ganga Anna Lísa, Haukur, Erna og Kristinn. Anna Lísa og Haukur gefa kost á sér til áframhaldandi setu, en Erna og Kristinn ekki, Telma Rut er auk þess hætt sem áheyrnafulltrúi. Rætt var um mögulega stjórnarmenn og komu upp nokkur nöfn og ætlar formaður að ræða við viðkomandi.

Gjöld næsta árs voru rædd og var niðurstað stjórnar að leggja til að þeim væri haldið óbreyttum.

Ragnhildur var tilbúin með reikninga félagsins frá 2018 og 9 mánaða uppgjör, sem hún fór yfir, allt í góðum málum þar.

Fundið slitið kl. 19.

Anna Lísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi