Stjórnarfundur Harðar, 9. janúar 2018

FUNARGERÐ STJÓRNARFUNDAR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Dagsetning:    09.01.2018

Staður:            Harðarból

Tími:                17:30-20:00

Mættir:           Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Gígja Magnúsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Kristinn Már Sveinsson, Gunnar Valsson og Erna Arnardóttir.

Fjarverandi:    Haukur Níelsson

 

 

Efni fundarins

Ákvörðun

Ábyrgur

 

1

Dagskráin 2018 og Viðburðadagatal

     

2

Þrif og gólf í reiðhöll

Til stendur að þrífa reiðhöllina slikjuna sem er á böttunum og höllina sjálfa, bitana uppmeð veggjum,  og áhorfendasvæðið.

Höllin lekur og lekinn er að aukast með samskeytum sem ekki var gengið frá. Tvö svæði sérstaklega slæm sunnanmegin í höllinni.

Gólf reiðhallarinnar er mjög til umræðu meðal félagsmanna, þykir ýmist of hart eða mjúkt og óslétt.  Rætt um að bæta aðstöðuna með því að setja upp spegla, hvítta battana eða blanda skeljasandi við gólfið.

 

Hákon

 

3

Kerrustæði og bílastæði fyrir neðan reiðhöll

Kerrustæðið var stækkað núverið í samstarfi við félag hesthúseigenda.  Yfirborðið er hrjúft enn. Hákon viðraði hugmynd um að leigja út kerrustæðin gegn árgjaldi og þeir peningar sem þar innheimtast verði notaðir í að betrumbæta kerrustæðið til frambíðar.  Hugsanlega hægt að bjóða langtímaleigu fyrir 40-50 kerrur.

Búið er að bera 20 vörubíla af efni og slétta úr svæðinu norðan við reiðhöllina sem hægt er að nýta hluta fyrir kerrustæði.   Tillaga um að Gunnar Valsson og Júlli lögga fyrir hönd félags hesthúseigenda fari í að skipuleggja og græja svæðið.

Sæmundur Eiríksson verður beðinn um að teikna skipulag kerrustæðis í samráði við Gunnar og Júlla.

Hákon

 

4

Samningur við Mosfellsbæ um svæðið

Samningur við bæinn um umráðasvæði félagsinser gerður við Félag hesthúseigenda gildir til 2023 og til stendur að hafa samflot með gerð samnings til 50 ára um lóðaleigusamninga. Tengiliður Mosfellsbæjar við félagið er Jóhanna Harðardóttir, verkfræðingur. Í samningnum er kveðið á um að;

·       Félagið hefur réttindi sem lóðarhafi

·       Flatarmál svæðis skilgreint (hefur vantað)

·       Mæliblað skv. deiliskipulagi sem skilgreinir notkun svæðisins

Formaður fór á fund til íþróttafulltrúa og starfsmanna Mosfellsbæjar 8.1.2018 til að ræða almennan samstarfssamning  um fjárframlag til starfseminnar. Gerður hefur verið samningur til fjögurra ára við Mosfellsbæ sem hefur verið tengdur launavísitölu auk 2% aukningar á ári til að mæta aukningu í fjölda iðkenda og styrkja við fræðslustarf og kennslu.  Síðasti samningur rann út 2017 og fékk Hákon drög að samningi til næstu fjögurra ára sem hann kynnti á fundinum.

     

5

Fundur með Mosfellsbæ vegna reiðleiða og fleiri mála tengd svæðinu

Hákon hefur verið boðaður á fund bæjarins um reiðleiðir og væntanlegar framkvæmdir undir Tunguveg þar sem núverandi reiðleið undir veginn er arfaslök og vetrarófær að mestu, undirgöng undir Reykjaveg, reiðleið við Reykjahvol, skipulag með Þingvallavegi, undirgöng undir Þingvallaleið við Helgadalsafleggjara, Reiðveg með Skammadalsá, vað um Víðiodda í mynni Mosfellsdals.

Rúnar óskaði eftir því að formaður færi fram á útrýmingu á Bjarnarkló meðferð Köldukvís í Mosfellsdal. Erindinu vel tekið.

Þrettándabrenna og flugeldasýning í hesthúsahverfi. 

Formanni falið að fara þess á leit við Mosfellsbæ að hann flytji þrettándabrennu og flugledasýningu út af svæðinu og benda á dýravelferðarsjónarmið málinu til stuðnings. Kjósahreppur hefur bannað flugelda í sveitarfélaginu í dýravelferðarsjónarmiði. Í þ ví skyni má benda á lög um velferð dýra nr. 55/2013 en þar er kveðið á um að stuðla eigi að velferð dýra, m.a. að þau séu laus við vanlíðan svo sem ótta og þjáningu í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur.   Þá er samkvæmt lögunum skylt að fara vel með dýr og ber umráðarmaður (Hestamannafélagið Hörður fyrir hönd umráðarmanna hesta á félagssvæðinu) ábyrgð á því að annast sé um þau í samræmi við lögin. Lögin kveða einnig á um tilkynningaskyldu til Matvælastofnunar eða lögreglu ef grunur er um að lögin séu brotin.

Hákon vekur máls á Bjarnarklónni og fer fram á að þrettándabrenna við flugledasýningu verði flutt annað.

   

6

Stofnun félags um reiðskóla fatlaðra

Komin yfirlýsing frá formönnum allra hesmamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu um vilyrði fyrir stofnun sérstaks félags um réðnámskeið fatlaðra.

Málið í farvegi á vegum formanns.

   

7

Framkvæmdir

Lagningu nýs loftræstikerfis í reiðhöll er lokið. Stórnotendur hallarinnar finna mikinn mun á loftgæðum. Loftið er ferskara og kaldara, hestar svitna ekki eins mikið.

     

8

Rekstur hrossa á Varmárbökkum

Samningur við rekstraraðila í síðasta yfirlestri. Hákon, Erna og Gunnar hittu Valdimar Kristinsson og Eystein Leifsson laugardaginn 6 janúar og fóru yfir efni samningsins. Örlitlar breytingar þarf að gera á samningi m.a. að setja inn í samninginn ákvæði um gjald á rekstaraðila sem yrðiu eyrnamerkt til vegabóta á flugvallarhring.  Hákoni falið að ganga frá og fá undirritun frá núverandi ábyrgðamönnum rekstrarhópa en þeir eru: Valdimar Kristinsson, Eysteinn Leifsson/Elías Þórhallsson/Rúnar Guðbrandsson.

Ákveðið að setja rekstrartíma núvernadi rekstrarhópa í viðburðadagatalið svo aðrir félagar í Herði geti séð hvaða tímar eru lausir. Einnig þarf að setja frétt á heimnasíðuna um hvert félagsmenn leita til að fá leyfi fyrir rekstri, á hvaða forsendum slík leyfi eru veitt og samning auk leiðbeininga um bestu framkvæmd hjá núverndi ábyrgðarmönnum rekstarhópa.

     

9

Önnur mál:

World Ranking mót þarf að skrá ef félagið ætlar að halda.  Mótir svo dýr að stjórn er á móti því að taka að sér slíkt mót.

     

10

       
 

Fundartími stjórnar:

 

Fundartími stjórnar: Fyrsti þriðjudagur

Allir stjórnarmenn