Stjórnarfundur Harðar, 3. janúar 2019
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 03 2019 14:29
Stjórnarfundur Harðar, 3. janúar 2019
haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Hákon Harðarsson (HH), Anna Lísa Guðmundsdóttir (AL), Gígja Magnúsdóttir (GM) Ragnhildur Traustadóttir (RT), Haukur Nílelsson (HN), og Ólafur Haraldsson (ÓH).
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð síðasta fundar lesin og staðfest.
- Dagskrá 2019
HH lagði fram uppfærða dagskrá. Hún rædd og samþykkt og HH falið að láta Sonju birta hana á heimasíðu Harðar með fyrirvara um breytingar.
- Árshátíð Harðar 2019.
Enn hefur enginn félagsmaður boðið fram starfskrafta sína í nefndina. HH leggur til að stjórn taki þetta verkefni að sér. Tillagan rædd og samþykkt.
- Breyting á deiliskipulagi
HH gerði grein fyrir fundi sem hann og Rúnar áttu með Landslagi Arkitektum, en þau vinna að breytingu á deiliskipulagi á félagssvæði Harðar, þar sem gert er ráð fyrir lóðum undir ný hesthús. Rætt að nauðsynlegt væri að koma jafnframt varanlegri aðstöðu fyrir rúllubagga inná þetta deiliskipulag. HH tók að sér að koma þeim ábendingum á framfæri og mun kynna þetta frekar þegar meiri vinna hefur átt sér stað.
- Val á íþróttamanni Harðar
HH lagði fram reglur Harðar um val á knöpum sem hljóta skuli viðurkenningu hestamannafélagsins. Þar kemur fram að velja skuli íþróttamann og íþróttakonu Harðar samkvæmt útreikningi á árangri þeirra á nánar tilteknum mótum sem upp eru talin í reglunum. Ekkert aldurstakmark er í þessum reglum.
Samþykkt að HH láti Sonju reikna út árangur knapa Harðar samkvæmt þessum reglum, en niðurstaða útreiknings á stigum samkvæmt þeim ræður vali í íþróttakonu og íþróttamanni Harðar.
Reglur þessar voru ræddar og var samþykkt að gera breytingar á þeim þannig að það sé aðeins einn aðili tilnefndur sem íþróttamaður Harðar, en ekki bæði karl og kona líkt og samkvæmt núverandi reglum. Breytingar þessar komi til framkvæmda við næsta val á íþróttamanni Harðar. HH falið að setja reglurnar inná heimasíðu Harðar með þessari breytingu.
- Framkvæmdir 2019
HH lagði til að honum, Hauki og Rúnari G. yrði falið að útbúa lista yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2019 og leggja fyrir stjórn til samþykktar. Tillagan samþykkt
- Beitarnefnd
Valdimar formaður beitarnefndar mætti ásamt öðrum nefndarmönnum. HH kynnti Valdimar þá ákvörðun stjórnar að leggja niður beitarnefnd, a.m.k. árið 2019. Það væri svo hlutverk nýrrar stjórnar félagsins að taka ákvörðun um hvort slíkt nefnd yrði starfrækt árið 2020 og eftirleiðis.
Ákvörðun þessi er tekin þar sem stjórn hefur hug á því að breyta reglum og verklagi við úthlutun beitarhólfa á vegum félagsins.
Meðlimum beitarnefndar var boðið að vera stjórn til ráðgjafar vegna uppgræðslu á Langaneshrygg á Mosfellsheiði. Valdimar sagðist myndi halda fund í beitarnefnd og láta vita í framhaldi af því hvort nefndarmenn hefðu áhuga á því.
- Önnur mál
HH lagði til að hann og ÓH tæku reglur félags hesthúseiganda til endurskoðunar
Rætt um skúr reiðskólans við reiðgerðið. Stjórnarmenn eru sammála því að fjarlægja verði skúrinn og finna honum annan stað. HH tók að sér að ræða það við forsvarsmenn reiðskólans.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: ÓH