Stjórnarfundur Harðar, 16. janúar 2020
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 16 2020 14:27
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 17:30.
Mætt: Hákon Hákonarson, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Ásta Björk Friðjónsdóttir og Rúnar Sigurpálsson.
Dagskrá:
- Framkvæmdir
- Reiðvegafé
- Félagshesthús
- Auglýsingar reiðhöll
- Hljóðkerfi Harðarból – Reiðhöll
- Innréttingar sjoppa – skrifstofa
- Vökvunarkerfi – reiðhöll
- Skilti
- Reiðskóli – kofi
- Önnur mál
- Framkvæmdir
- Áætlað er að bæta efni í reiðveginn bæði í reiðveginn sem liggur með Tungubakkaveginum og einnig í brekkuna upp úr Stekkjarflöt og að Völuteig. Einnig var rætt að bæta í og laga reiðveginn sem liggur frá Varmadal að Oddsbrekkum.
- Rúnar ætlar að merkja kerrustæðin en hann er komin með skiltin sem verða notuð. Haukur talar við Árna ,,girðir’’ hvort hann eigi ekki verkfæri til að reka niður staurana fyrir merkin því undirlag er mjög gróft og þétt.
- Stefnt er að því að fá endurnýjaða lýsinguna í neðra hverfinu næsta sumar.
- Þarf að salta skeiðvöllinn, saltið bindir efnið í vellinum.
- Rætt var að mikið vatn safnast fyrir í neðra hverfinu og myndast mikil drulla og pollar. Þyrfti að drena svæðið betur í framtíðinni.
- Reiðvegafé
- Samningur var gerður við Mosfellsbæ fyrir árið 2019 um reiðvegafé. Bærinn gerði 3 ára samning en ætla að skera niður féð um 60% árið 2020 og 2021. Í samningnum stóð að félagið fengi 5 milljónir fyrirfram í nýframkvæmdir 2019 og að auki 1.4 milljónir í viðhald. Beðið er eftir samráðsfundi við bæjarfélagið varðandi samninginn.
- Félagshesthús
- Búið er að bjóða félaginu fund með formanni bæjarráðs, forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra varðandi hugmyndina um félagshesthús. Upplýsingar um starfsemi og fyrirkomulag félagshesthús koma frá öðrum hestamannafélgum þar sem starfsemin hefur gengið mjög vel og verður sú hugmynd kynnt á fundinum.
- Auglýsingar reiðhöll
- Rúnar S. og Hákon ætla að hringja út og athuga með auglýsendur fyrir reiðhöllina.
- Hljóðkerfi Harðarból – Reiðhöll
- Sérfræðingur var fenginn til að taka út hljóðkerfið í Harðarbóli og reiðhöllinni. Hátalarnir í Harðarbóli voru gamlir og lélegir og hljóðgæði ekki góð. HljóðX gerði tilboð í nýja JBL hátalara fyrir reiðhöllina, með uppsetningu og nýja hátalara og stýringu í Harðarból. Tilboðunum var tekið og er komið nýtt hátalarakerfi í Harðarból sem er einfalt í notkun. Einnig var fenginn annar notaður skjávarpi fyrir Harðarból. Hljóðkerfisniðurstaðan fyrir reiðhöllina var sú að hátalararnir reyndust hafa lent bakvið loftræstinguna og verða þeir þeir færðir til og 6 nýir hátalarar verða settir yfir stóra gólfið.
- Innréttingar í sjoppa – skrifstofa
- Búið er að teikna upp innréttingarnar og verða þær keypta nú á næstunni.
- Vökvunarkerfi – reiðhöll
- Vökvunarkerfið er komið en vandamálið er að loka þarf reiðhöllinni í þrjá daga til þess að setja það upp. Talið var að ekki væri hægt að setja það upp í vetur sökum mikillar dagskrár í reiðhöllinni og verður það því sett upp næsta vor.
- Skilti
- Nauðsynlegt er að setja upp skilti með merki Harðarbóls niður við gatnamótin. Hugmyndum var kastað á milli varðandi skiltið sem sýnir gatnakerfi hverfisins um hvar það ætti að vera. Sumir voru sammmála um að staðsetningin væri góð þar sem hún er en þyrfti lýsingu, en aðrir vildu sjá skiltið neðar í hverfinu á meira áberandi stað. Farið verður í að skoða staðsetningar og fá hugmyndir um hvar góð staðsetning væri.
- Reiðskóli – kofi
- Kofinn sem er notaður undir reiðtygi og annað fyrir reiðskólann er ónýtur og verður hann fjarlægður í vor.
- Önnur mál
- Dæmi hafa verið um það að hesthúsaeigendur hafi meinað nágrönnum sínum að fara í gegnum gerðið hjá sér til þess að setja inn hey. Samkvæmt deiluskipulagi er þetta kvöð hesthúsaeigenda og er því leyfilegt að fara í gegnum gerðin til þess að setja inn hey. Ákveðið var að koma upplýsingum um þessi mál á hreint og Hákon formaður skrifar pistil til upplýsingar fyrir hesthúsaeigendur.
- Félagið er búið að eignast örmerkjalesara og er hann hjá Rúnari S. Er því hægt að hafa samband við hann ef þörf er á.
- Rætt var að stjórnin myndi skipta sér niður á nefndirnar og taka stöðuna hvernig gengur og hverjar eru áætlanirnar. Nauðsynlegt er að halda utanum nefndirnar svo stjórnin sé meðvituð um hvað er í gangi.
- Hákon formaður kemur með tillögu um að setja upp starfslýsingu stjórnar og birta á vefnum. Vel var tekið í það.
- Beiðni kom frá Dalsbúum sem halda upp á þorrablótið sitt í Harðarbóli 31. janúar, hvort hægt væri að hafa barinn opinn svo gestir geti verslað sér áfengi. Ákveðið var að Ragnhildur og Anna Lísa taki það að sér þetta kvöld. Í kjölfarið kom hugmynd hvort ætti að bjóða leigjendum uppá þann möguleika að hafa barinn opinn og myndi ágóðinn renna í að endurnýja og gera upp Harðarból.
- Ekki er búið að ákveða hvenær kótilettukvöldið á að vera, en áæltað að það sé í apríl eða maí.
- Búið er að fá hljóðkerfið bætt eftir innbrotið í gáminn. Hákon skrifaði pistil um innbrotsmál og hafði orð á tryggingum. Vandi kom upp að hestamenn fengu neitun frá tryggingarfélugum að bæta þeim tjónið vegna þess að gluggar voru ekki læstir aftur. Það er þó vandamál því ekki er hægt að læsa gluggunum aftur í hesthúsunum bæði vegna öryggis og loftræstingu. Hákon ætla að kanna málið og skrifa annan pistil um efnið.
- Haukur ætlar að reka á eftir starfsmanni hjá bænum til þess að teikna upp beitarhólfin og gera þau aðgengileg á kortavefsjánni hjá bænum til upplýsinga.
- Á hverju ári hefur reynst erfitt að fá nefndir til þess að skila inn dagsetningum fyrir viðburði. Hugmynd kom um að virkja Sonju til þess að reka á eftir nefndunum með dagsetningar. Stjórn vill að þær séu komnar inn ekki seinna en lok árs. Hákon ætlar að endurvekja samráð hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu til þess að meira samráð verði hvað varðar dagsetningar á mótum á höfuðborgarsvæðinu, o.fl.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið 18:55.
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir