Stjórnarfundur Harðar, 27. nóvember 2019

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 17:30.


Mætt: Hákon Hákonarson formaður, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Gígja Magnúsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Ásta Björk Friðjónsdóttir og Sonja Noack. Haukur Níelsson og Ólafur Haraldsson boðuðu forföll.


Dagskrá fundar:
1. Stjórnin skiptir með sér verkum 2. Skipan í nefndir 3. Framkvæmdir 4. Aths Umhverfisstofnunar 5. Önnur mál
1. Stjórnin skiptir með sér verkum
Formaður setti fundinn og bauð nýja stjórnarmenn velkomna. Ingibjörg Ásta var skipuð ritari og Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri.
2. Skipan í nefndir
a. Árshátíðarnefnd: Magnús Ingi Másson, Carlien Borburgh, Hulda Kolbeinsdóttir, Andrea Dís Haraldsdóttir, Viktor Sigvaldi Björgvinsson.
b. Beitarnefnd: Aðalstjórn.
c. Framkvæmdarnefnd: Hákon Hákonarson, Rúnar Guðbrandsson, Rúnar Sigurpálsson.
d. Ferðanefnd: Herdís Hjaltadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Ragnar Lövdal.
e. Félagskjörnir endurskoðendur: Sveinfríður Ólafsdóttir, Þröstur Karlsson.
f. Fræðslunefnd: Sonja Noack.
g. Fræðslunefnd fatlaðra: Agla Elísabet Hendriksdóttir, Fredrica Fagerlund, Elma Benediktsdóttir.
h. Fjáröflunarnefnd: Ragnhildur Traustadóttir, Hákon Hákonarson, Rúnar Guðbrandsson.
i. Harðarból: Hólmfríður Halldórsdóttir, Gígja Magnúsdóttir, Halldór Marías Ásgeirsson.
j. Hesthúsaeigendafélag: Júlíus Ármann, Þóra A Sigmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Herdís Hjaltadóttir.
k. Mótanefnd: Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Kristinn Már Sveinsson, Ásta Björk Friðjónsdóttir, Erla Dögg Birgisdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson.
l. Reiðveganefnd: Sæmundur Eiríksson, Jóhannes Oddsson, Ragnheiður Þórólfsdóttir, Ingólfur Á Sigþórsson, Einar Guðbjörnsson.
m. Æskulýðsnefnd: Herdís Sigurðardóttir, Helga Skowronski, Ólafur F. Haraldsson, Kolbrún Jóhannesdóttir, Signý Rós Þorsteinsdóttir.
n. Umsjón heimasíðu: Sonja Noack.
o. Heldri menn og konur: Sigríður Johnsen, Þuríður Yngvadóttir, Kristín Halldórsdóttir.
Hugmynd kom um að endurvekja kvennadeildina, auglýsa það í janúar, og Formannsfrúarreiðin verði Kvennareið á vegum Kvennadeildarinnar.
Ákveðið var af stjórn að leggja niður Veitinganefndina. Enginn vildi taka það starf að sér og var ákveðið að fá verktaka í veitingasölu á mótum ef þess þarf.
3. Framkvæmdir
Samstarfssamningur er við Mosfellsbæ um fasta styrki. Að auki fær féalgið styrki til viðhalds og nýframkvæmda reiðvega.
Hugmyndir af framkvæmdum og fjárfestingum á nýju ári:
a. Vökvunarkerfi í reiðhöllina.
b. Ofaníburður í reiðhöllina.
c. Fjárfest í nýjum eldhúsgræjum í Harðarbóli.
d. Sjoppa í reiðhöllina.
e. Fjárfest í skápum í stjórnarherbergið.
f. Kaupa hljómflutningstæki í þularagáminn.
g. Laga bílastæðin við Harðarból.
h. Endurstilla hljóðkerfið.
i. Athuga með glamur í sal Harðarbóls, fá ráðgjöf frá sérfræðingi hvað best er að gera.
j. Setja upp skilti með korti af Harðarsvæðinu og lýsingu á hægri hönd þegar keyrt er inn í hverfið.
k. Merkja Harðarból.
l. Setja þak yfir hringerðin.
4. Aths Umhverfisstofnunar
Reiðvegurinn undir Varmárbrúnna var lagaður í samráði við Mosfellsbæ. En farið var út fyrir leyfið og of mikið rask var á umhverfi í kringum ánna, en hún er friðuð. Beðið var afsökunar á þeim mistökum og verða verkferlar settir upp við stærri framkvæmdir.
5. Önnur mál
Sonja Noack mætti á fundinn og fór yfir viðburði í reiðhöllinni á komandi vetri.
Talað var um að koma aftur á laggirnar tölthópi kvenna og voru hugmyndir að tímasetningu ræddar.
Pollanámskeið verður haldið í Blíðubakkahúsinu og er leiðbeinandi Tinna Rut.
Mikil eftirspurn er eftir Knapamerkjanámskeiðum og verða þau haldin í vetur.
Búið er að senda inn erindi til Mosfellsbæjar um að hestamannafélagið eða Mosfellsbær, myndi kaupa Blíðubakkahúsið og yrði það notað sem félagshesthús m.a. nýliða í hestamennsku, fyrir nemendur FMOS og reiðnámskeið fatlaðra.