Stjórnarfundur Harðar, 21. ágúst 2017
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 07 2017 12:45
Stjórnarfundur Harðar,21.ágúst 2017
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Alexander Hrafnkelsson (AH), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Gígja Magnúsdóttir (GM) Haukur Níelsson (HN ) Gunnar Valsson (GV) Rúnar Guðbrandsson (RG).
Framkvæmdir á Harðarsvæði
HH fjallaði um fyrirhugaðar framkvæmdir á Harðarsvæðinu. Á velli, kerrustæði, umhverfi í kringum Harðarból og reiðhöll, svæðinu við hliðiná reiðhöllinni og ræddi einnig um rennur og snjógildrur á reiðhöll. Rúnar Bragason mun í október fara í framkvæmdir á velli og svæði við hliðná reiðhöllinni. Stefnt verður á í nóv að skoða gildrur og rennur á reiðhöll.
Greindi HH frá að það væri verið að vinna í að koma stétt í kringum Harðarból og steypa vegg við gaflinn á húsinu. Stefnt að framkvæmdum í september.
- Aðalfundur
Stefnt á að hafa hann um miðjan nóvember. Rætt var um hverjir ætla að gefa kost á sér aftur og hverjir ætla að hætta. Framkvæmd nefndarkvölds var einnig rædd. - Rúllustæði
Þarf nauðsynlega að finna nýjan stað fyrir rúllustæði að beiðni Mosfellsbæjar.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS