Stjórnarfundur Harðar, 21. ágúst 2017

Stjórnarfundur Harðar,21.ágúst 2017
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Gígja Magnúsdóttir (GM) Haukur Níelsson (HN ) Gunnar Valsson (GV) Rúnar Guðbrandsson (RG).

Framkvæmdir á Harðarsvæði
HH fjallaði um fyrirhugaðar framkvæmdir á Harðarsvæðinu. Á velli, kerrustæði, umhverfi í kringum Harðarból og reiðhöll, svæðinu við hliðiná reiðhöllinni og ræddi einnig um rennur og snjógildrur á reiðhöll. Rúnar Bragason mun í október fara í framkvæmdir á velli og svæði við hliðná reiðhöllinni. Stefnt verður á í nóv að skoða gildrur og rennur á reiðhöll.
Greindi HH frá að það væri verið að vinna í að koma stétt í kringum Harðarból og steypa vegg við gaflinn á húsinu. Stefnt að framkvæmdum í september.

  1. Aðalfundur
    Stefnt á að hafa hann um miðjan nóvember. Rætt var um hverjir ætla að gefa kost á sér aftur og hverjir ætla að hætta. Framkvæmd nefndarkvölds var einnig rædd.
  2. Rúllustæði
    Þarf nauðsynlega að finna nýjan stað fyrir rúllustæði að beiðni Mosfellsbæjar.

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS