Stjórnarfundur Harðar, 14. febrúar 2017

Stjórnarfundur Harðar, 14.febrúar 2017
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Ragnhildur Traustadóttir (RT)  og Haukur Níelsson (HN), Sveinfríður Ólafsdóttir (SÓ).

  1. Félag hesthúseiganda
    Ósamræmi milli laga félags hesthúseigenda og laga Harðar.Þarf að samræma lögin að hvort öðru og ath nýjan lóðarleigusamning við Mosfellsbæ.

 

  1. Sjoppa á mótum
    Skoða þarf hvernig þetta á að vera í vetur.

 

  1. Fundur með skipulagsráði Mosfellsbæjar
    Fundur vegna lóðamála í félaginu. HH kynntu okkar hugmyndir um lóðir. Er allt í skoðun.

 

  1. Fundur reiðveganefndar með Mosfellsbæ
    Var samþykkt á þessum fundi með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar að setja tvo strengi meðfram Tunguvegi og endurnýja girðinguna við fótboltavöllinn í samvinnu við Aftureldingu.

 

  1. Bréf frá reiðveganefnd Harðar
    Bréf var tekið fyrir vegna rekstar hrossa hér í hverfinu. Ákveðið var að boða reiðveganefnd Harðar og þá aðila sem eru að reka og ræða þessi mál og leysa.

 

  1. Framkvæmdir vegna reiðhallar
    Skoða þarf hátalara andyrismegin í reiðhöllinni. Þarf líka að skoða hátalara til að tengja úti við völlinn.
    Rætt var um hvað þyrfti gera varðandi viðhald á höllinni. Þarf að skoða lofræstikefi, skoða þarf leka í höllinni. Tekin var ákvörðun um hvernig best er að vinna í framhaldinu. GV ætlar að skoða loftræstimálin. Gerð verður framkvæmdaráætlun fyrir höllina.

 

  1. Önnur mál
    Næstu fundur er 7 mars 2017.

 

 

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS