Stjórnarfundur Harðar, 17. janúar 2017

Stjórnarfundur Harðar, 17.janúar 2017
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Sveinfríður Ólafsdóttir  (SÓ), Rúnar Guðbrandsson (RG), Gígja Magnúsdóttir (GM), Ragnhildur Traustadóttir (RT)  og Haukur Níelsson (HN).

  1. Hljóðkerfi komið tilboð
    Fengum tilboð í hljóðkerfi í Harðarból. Stjórn samþykkir að taka því.

 

  1. Íþróttamaður Mosfellsbæjar
    Haukur Níelsson fer fyrir hönd stjórnar.

 

  1. Fundur með reiðveganefnd
    HH fór á fund með þeim og eru þeir að vinna gott starf. Alexander er tengiluður stjórnar inn í þá nefnd. Fundur verður 29.janúar næstkomandi með Mosfellsbæ varðandi reiðvegi í kringum hverfi. Þeir sem ætla að mæta fyrir hönd stjórnar eru HH, RG, GM.

 

  1. Reiðhöll skuld við Íslandsbanka
    Væntanlegt svar í næstu viku.

 

  1. Bréf frá félagsmanni
    Tekið fyrir bréf frá félagsmanni varðandi kerruleigu. Vill fá að vera með kerruleigu hér á kerrustæðinu. Væri þægilegt fyrir félagsmenn að hafa svoleiðis þjónustu.
    Á meðan það er ekki búið að klára skipulag varðandi kerrustæðin þá tökum við ekki aftstöðu í málinu að svo stöddu.

 

  1. Hesthúseigendafélag
    Rætt var um framtíð hesthúseigendafélagsins. Stjórn Harðar skoðar hvað best sé að gera varðandi framtíð félagsins. Málið fer í skoðun undir stjórn HH.

 

  1. Umhverfiátak
    HH kom með hugmynd að félagið myndi setja í gang umhverfisátak til að fegra okkar nærumhverfi. Ákveðið var að skoða þann möguleika þegar líða fer á vorið.
  1. Gámur við reiðvöll
    GV sér um að skoða hvað sé í gámnum sem tilheyrir mótanefnd.

 

  1. Heldri menn og konur Harðar
    Mættu í jólahitting ca 70 manns. Heldri menn og konur eru félagsskapur sem er að vaxa hér innan félagsins.

 

  1. Kofi við reiðgerði
    Ákveðið að skoða það mál þegar samningur við Hestamennt verður undirritaður.

 

  1. Dráttarvél/vinnuvél fyrir reiðhöll
    Ákveðið að setja nefnd í málið sem HH og HN munu fara fyrir.

 

  1. Önnur mál:
    Byggingalóðir
    RG telur að það sé nauðsynlegt að stjórn skoði lóðarmál, þ.e. hvort lóðir séu á lausu í nærumhverfi félagsins, einnig telur hann nauðsynlegt að félagið eigi að hafa eitthvað um þessi mál að segja. Nauðsynlegt að fá fund með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar vegna þessara mála. Samþykkt af stjórn að fá óska eftir fundi með Mosfellsbæ.

 

Harðarból rekstur
Samþykkt tillaga að launum fyrir umsjónarmann Harðarbóls. GM mun klára að ganga frá samning við starfsmann.

 

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS