Stjórnarfundur Harðar, 31. janúar 2017

Stjórnarfundur Harðar, 31.janúar 2017
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Rúnar Guðbrandsson (RG), Ragnhildur Traustadóttir (RT)  og Haukur Níelsson (HN).

  1. Traktor vegna reiðhallar
    Erum komin með tilboð í tæki sem gæti nýst í höllinni, stjórn skoðar vel áður en tekin verður ákvörðun.
    Erum komin með tilboð líka í traktor sem hefur verið notaður í höllinni, sjáum okkur ekki fært að kaupa hann. Tilboð hátt að mati stjórnarinnar.

 

  1. Nefndir
    Tengiliðir úr stjórnar boða sínar nefndir á fund til að athuga stöðu mála.

 

  1. Hátalarakerfi í Harðarbóli
    Hátalarakerfið er komið í hús og verður sett upp með prufuhátölurum til að byrja með og athuga hvort það gangi upp.

 

  1. Fundur reiðveganefndar með Mosfellsbæ
    Var samþykkt á þessum fundi með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar að setja tvo strengi meðfram Tunguvegi og endurnýja girðinguna við fótboltavöllinn í samvinnu við Aftureldingu.

 

  1. Rekstur á Harðarsvæðinu
    Árétta þarf við þá sem eru að reka hesta á Tungubakkarhringnum að gera það ekki í leysingum og ekki keyra eftir hrossunum á þungum faratækjum.

 

  1. Rekstrarmódel Harðarbóls
    Farið yfir rekstur Harðarbóls og þarf að gera áætlun fyrir komandi ár og endurmeta verðskrá. Undanfarin tvö ár hefur reksturinn verið í plúsmegin.

 

  1. Fundur með bæjarráði Mosfellsbæjar
    Skipuleggja fund með skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar og óska eftir tíma vegna umræðu um lóðarmál í nærumhverfi félagsins.
  1. Reiðhöll félagsins
    Stefnt á að taka úttekt á höllinni og lista niður hvað þarf að gera. Komið mikið viðhald á höllina.

 

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS