Stjórnarfundur Harðar, 6. desember 2016
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, desember 21 2016 01:08
Stjórnarfundur Harðar, 6.desember 2016
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Alexander Hrafnkelsson (AH), Rúnar Guðbrandsson (RG), Gígja Magnúsdóttir (GM), Ragnhildur Traustadóttir (RT) og Gunnar Valsson (GV) .
- Harðarból.
Frestun á parketlagningu í Harðbóli fram yfir áramót.
Hljóðkerfi: verið að skoða þau mál.
- Bankamál varðandi reiðhöll
Verið að vinna í þeim málum
- Fundur með íþrótta og tómstundarnefnd Mosfellsbæ
Síðastliðin þriðjudag var fundur með nefnd Mosfellsbæjar og farið yfir starfsemi æskulýðsnefndar. Fundurinn gékk vel.
- Fjármál félagsins
Farið verður yfir fasta fjármuni félagsins á næsta fundi.
- Boð frá Mosfellsbæ
Fengum boð á verkefni Sýnum karakter, ætlum að koma þeim skilaboðum til æskunefndar og reiðkennara.
- Tekið fyrir bréf frá UMFI
Kynning á verkefni frá UMFI um íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna. HH og RG ætla að fara á fund með UMSK. Einnig ætla þeir að fá upplýsingar um hvers konar styrki þeir eru að veita og hverjir eiga rétt á því.
- Bréf tekið til skoðun v/Kjalarnes/Hof
Verður áframsent á stórn og Sæmund formann reiðveganefndar.
- Fundur með formanni beitarnefndar
HH átti fund með formanni beitarnefndar varðandi úttekt beitarhólfa og um vörslugjald fyrir hross. Formaður beitarnefndar mun funda með stjórn og kynna þetta nánar á næstu dögum.
- Nefndir
Verður að klára að skipa í nefndir og þau verkefni sem eru í gangi á hverri fyrir sig.
- Heimsíða
RG búin að tala við Kjartan vegna heimasíðumála. Samþykkt var að fara út í að einfalda innsetningar gagna og verðu greitt fyrir það 100.000 krónur.
- Lyklamál Harðarból
Ákveðið að skipta um skrá á Harðarbóli og fækka þeim lyklum sem eru í umferð.
- Starfslýsingar nefnda.
Farið yfir starfslýsingar starfsmanna Harðar.
- Lyklamál reiðhallar
Rætt um verð á lyklum í reiðhöll.
Samþykkt var að hækka árslykill allan daginn í 60.000
Árslykil eftir 16:00 12.000
Mánaðarlykill allan daginn 15.000
Mánaðarlykill eftir 16:00 3.500
- Boða fund
HH falið að boða fund með Sæmundi í samgöngunefnd og Gunnari Erni varðandi skipulagsnefnd.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS