Stjórnarfundur Harðar, 10. maí 2016
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, september 15 2016 09:38
Stjórnarfundur Harðar, 10.maí 2016 Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Alexander Hrafnkelsson (AH), Gunnar Örn Steingrímsson (GÖS), Haukur Níelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Ragnhildur Traustadóttir (RT) og Ólafur Haraldsson (ÓH).
-
Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
-
Framkvæmdir á Harðarsvæðinu og í Harðarbóli - staðan Rætt um lagfæringu á plani fyrir framan reiðhöll og stækkun á kerrustæði vestan við reiðhöllina. GÖS tekur að sér að sjá um fá jarðverktaka í verkið og hafa umsjón með framkvæmdum.
-
Reikningar félagsins
RT kom og greindi frá fjármálum félagsins.
-
Fræðslunefnd Fatlaðra JDB greindi frá sameiginlegum fundi Hestamannafélagsins Harðar og annarra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem rætt var um stofnun sameiginlegs félags fatlaðra hestamanna. Stjórn leist vel á hugmyndina og var JDB falið að vinna áfram að málinu.
-
Önnur mál. Bankamál rædd, JDB, OH og SG eiga fund með bæjarstjóra og í framhaldi af því mun ÓH ræða við Íslandsbanka.
Fleira ekki fært til bókar. Fundarritari: ÓH