Stjórnarfundur Harðar, 8. desember 2015

Fundargerð 
Stjórnarfundur haldinn í Herði 8.desember 2015.


Mættir: Jóna Dís Bragadóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson, Alexander  Hrafnkelsson, Haukur Níelsson, Gunnar Örn Steingrímsson.


1. Fundargerð síðasta fundar – kemur næst.

2. Gjaldskrá í reiðhöll  Ákveðið var að hækka lykil 1 í 7.000kr. á mánuði.  Gildir sá lykill kl.8.00 – 23.00. Árslykill  50.000kr. Ákveðið var að hækka lykil 2 í 1.500kr á mánuði.  Gildir sá lykill kl.16.00 – 23.00. Árslykill  10.000.  Ekki er í boði að kaupa lykil frá kl. 8.00 – 16.00 Lagt til að hafa fjölskyldugjald – aðeins 3 í hverri fjölskyldu greiða fyrir lykil

3. Sala auglýsinga fyrir félagið.  Gylfi og Ragnhildur ætla að fara yfir auglýsingar í höllinni og  finna ný fyrirtæki.

4. Snjómokstur í hesthúsahverfinu.  Rætt um fyrirkomulag snjómokstursins.  

5. Önnur mál. Dagskrá félagsins kynnt.

Sameiginleg dagskrá hestamannafélaganna á Höfuðborgarsvæðinu kynnt. Uppskeruhátíð félagsins 15.janúar Íþróttamaður Harðar 2015 – Reynir Örn Pálmason Tilnefning til íþróttamanns og konu Mosfellsbæjar – Reynir Örn og Katarína.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00