Stjórnarfundur Harðar, 10. nóvember 2015
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 26 2015 13:25
Stjórnarfundur Harðar, 10.nóvember 2015
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Alexander Hrafnkelsson (AH), Gunnar Örn Steingrímsson (GÖS), Haukur Nílelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG), Ólafur Haraldsson (ÓH) .
1.Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2.Harðarból
Tillaga kom um að hægt verði að skipta salnum í tvennt og að félagsmenn hafi möguleika á að leigja hann fyrir minna verð.
3.Lausaganga hrossa yfir vetrartíma
Samningur sem er í gangi varðandi lausagöngu hrossa við Mosfellsbæ, Tómas hjá Mosfellsbæ vill meina að vaktir sem eru í gangi yfir sumartímann eigi að vera líka yfir vetrartímann. Þurfum að skoða hvernig við högum okkur varðandi þetta.
4.Deiliskipulag hesthúsahverfis Harðar
Deiliskipulagið kynnt sem hefur verið unnið af Sæmundi Eiríkssyni, Gunnari Steingrímssyni og Jónu Dís. Áætlað að setja þetta inná heimasíðuna. Skiladagur fyrir athugasemdir er 25.nóvember.
5. Önnur mál
- Starfsmaður reiðhallar búin að segja upp. Samþykkt að auglýsa eftir nýjum starfsmanni.
Skilti
Götukortið sem á að koma inní hverfið kemur í vikunni.
Nefndir
Ágætlega gengur að manna nefndir félagsins.
Reiðmaðurinn
- Rætt var um reiðmanninn,hvort þau geti leigt höllina hjá okkur, þurfum að skoða dagskránna varðandi það mál.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS