Stjórnarfundur Harðar, 13. október 2015
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 28 2015 09:19
Stjórnarfundur Harðar, 13. október 2015
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Alexander Hrafnkelsson (AH), Ólafur Haraldsson (ÓH). Haukur Níelsson (HN) .
1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Aðalfundur
Skýrsla stjórnar nánast tilbúin og búið er að fá Martein Magnússon sem fundarstjóra. Beðið er eftir skýrslum nenfnda.
Auglýsa þarf aðalfundin 21.október á heimasíðunni og senda á email lista.
3. Jakki Harðarmanna
Umræða um lit á jakka félagsins, stendur hvergi í lögum Harðar er varðar útlit búnings. Ákveðið var að taka umræðu um þetta mál á aðalfundi félagsins undir önnur mál.
4. Jafnréttisstefna Harðar
Var send á stjórn fyrir fundinn. Engar athugasemdir komu um þetta plagg og var stefnan samþykkt.
5. Reiðhöll
Lítið í notkun núna.
Reiðnámskeið fatlaðra byrjuð.
HN ætlar að fara í traktorsmálin.
Þarf að hefla gólfið fyrir veturinn og 2svar til 3svar yfir veturinn, fer eftir notkun.
6. Önnur mál
- Æskulýðsuppskeruhátið var 1 október, allt gékk vel og börn og unglingar fengu viðurkenningar.
- Ráðstefna um Landsmót er næstkomandi laugardag, eigum 3 fulltrúa þar.
- Formannafundur 6 nóvember í LH , fara tveir úr stjórn Harðar.-
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS