Stjórnarfundur 30.júní 2015
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, september 24 2015 13:44
Stjórnarfundur haldinn í Herði 30.júní 2015.
Mættir: Alexander Hrafnkelsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Ólafur Haraldsson, Ragnhildur Traustadóttir, Haukur Níelsson, Gunnar Örn Steingrímsson.
- Fundargerð síðasta fundar.
- Reikningar félagsins. RT gerði grein fyrir 6 mánaða uppgjöri félagsins.
- Önnur mál.
Lagt er til að Hólmfríður Halldórsdóttir og Guðrún Magnsúdóttir komi með tillögu að tjaldi sem getur stúkað salinn af.
Haukur Níelsson ætlar að athuga með rennur á reiðhöllina og fá tilboð.
Viftur í höllina munu kosta um 2,5 millj. Lagt til að fresta þeirri framkvæmd í bili.
- Langihryggur – stjórnin fór og skoðaði Langahrygg og leggur til að:
- við leggjum pening í að laga veginn, því þarna er framtíðar beitarsvæði Harðarfélaga.
- Þeir sem losa skít þarna borga 5.000kr. HN hefur lykilinn að Langahrygg.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00