Stjórnarfundur 24.mars 2015
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 27 2015 11:57
Fundargerð stjórnar Hestamannafélagsins Harðar haldinn í Harðarbóli 24.mars 2015.
Mættir: Alexander Hrafnkelsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Gunnar Örn Steingrímsson, Ólafur Haraldsson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
- Styrkir til HH – Ragnhildur gjaldkeri gerir grein fyrir því að búið er að senda greiðsluseðla fyrir árið 2014 og 2015 verður sent 1.maí. Á næsta fundi fáum við upphæðina á styrkjum til HH.
- Harðarból framkvæmdir – Gunnar Örn gerði grein fyrir áframhaldandi vinnu við HB. Byrjað verður á því að klæða húsið að utan og setja í lofin inni. Í haust er ráðgert að fara í að stækka klósettin. Athuga á með stóla sem eru til í Hlégarði, hvor möguleiki sé að fá þá lánaða. Ákveðið var að ágóði af Firmakeppni Harðar renni í stækkunarsjóðinn og byggingarnefndin ætlar að sjá um hana.
- Reglur varðandi rekstrarhring á Tungubakkahringnum, reiðleið um Ævintýragarðinn og hækkun á beitargjaldi. Valdimar Kristinsson kom og gerði grein fyrir rekstrarhringnum, en rekin eru hross 4x í viku. Þeir sem sjá um þetta hafa sett sér reglur og þeir taka tillit til verðurfars. Valdimar ræddi þá möguleika að fá að setja reiðveg þar sem Ævintýragarðurinn verður og hefur hann rætt við Bjarna garðyrkjustjóra og Tómas umhverfisstjóra og ákveðið var að JDB mynd fá fund með þeim til að ræða þessi mál. Valdimar ræddi hugmyndir um að hækka beitargjaldið pr. hross um 1.000kr og var það samþykkt. Fer úr 9.500kr í 10.500kr.
- Staðan í reiðhöllinni – Ingólfur Sigþórsson. IS kom og ræddi stöðuna í reiðhöllinni. Gólfið er í þokkalegu ástandi eftir að hefill heflaði það. Rætt var um að koma upp aðstöðu til að setja upp „sjoppu“ og IS og GÖS ætla að skoða þau mál. Ólafur Haraldsson verður tengiliður IS inn í stjórnina.
- Önnur mál.Rætt um að fá fund með Jóhönnu, Þorseini og Haraldi hjá Mosfellsbæ vegna mikils vatnselgs við Harðarból og reiðhöllina. JDB ætlar að boða til þess fundar. Haukur ætlar að athuga með traktorinn, en kirkjan sem lánaði hann vill selja okkur traktorinn.Ákveðið var að hækka ekki leiguna á HB. Húsið tekur 80 manns í sæti og ef fólk er með fleiri gesti verður það sjálft að útvega sér leirtau, stóla og borð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19.30.