Stjórnarfundur 28.okt. 2014
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 27 2015 13:30
Stjórnarfundur Harðar, 28. Október 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH), Haukur Níelsson (HN), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Sigurður Guðmundsson(SG), Alexander Hrafnkelsson (AH).
1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Lög félagsins
Breyting á lögum félagsins kynnt fyrir stjórn og farið yfir þau fyrir aðalfund. Verða birt inná heimasíðu félagsins viku fyrir aðalfund.
3. Undirbúningur fyrir aðalfund
Kjósa á um fjóra stjórnarmenn, allir gefa kost á sér áfram.
Farið var yfir árskýrslu stjórnar og skýrslan fer í prent á mánudaginn næstkomandi.
RT fór yfir reikninga félagsins.
4. Önnur mál.
Yfirrreiðkennari byrjaður að vinna að námskeiðum vetrarins. Búið að útbúa könnun til félagsmanna og auglýsa knapamerki.
Reiðhöll farið að taka á sig mjög góða mynd, aðstaða bæði að innan og utan til fyrirmyndar.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS