Stjórnarfundur 9.sept. 2014
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, október 13 2014 15:52
Stjórnarfundur Harðar, 9. september 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH), Haukur Níelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG), Ragnhildur Traustadóttir (RT)
- 1.Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
- Framkvæmdir á Harðarsvæði
Gólf í reiðhöll tilbúið, klára á að steypa andyri reiðhallar á föstudaginn næstkomandi. Búið er að kaupa fjóra bekki sem staðsetja á í andyri reiðhallar. Búið að að þrífa hurðir, bekki og fleira í reiðhöll.
- Umsóknir
Búið er að auglýsa eftir reiðkennurum og umsjónarmanni í reiðhöll, umsóknarfrestur er til 20.september.
- Framkvæmdir á Harðarsvæði
Landsmót 2018 rætt, stjórn Harðar ákveður að senda frá sér yfirlýsingu
.
„Stjórn hestamannafélagsins Harðar lýsir yfir stuðningi við að Landsmót 2018 verði haldið á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn Harðar lýsir jafnframt yfir vilja til að eiga samstarf við það hestamannafélag á höfuðborgarsvæðinu sem kemur til með að fá úthlutað Landsmóti 2018. „
- Önnur mál
- Reiðskóli /skólar á Harðarsvæðinu.
Stjórn ákveður að gera drög af samning við þann aðila sem mun halda úti reiðskóla á Harðarsvæðinu.- LH þing
Búið er að funda með þeim þingfulltrúum sem munu fara á landsþing LH á Selfossi.- Fundur með bæjarstjórn
JD sagði frá fundi sem hún og GÖS fóru á með bænum. Samantekt af þeim fundi verðir birt á heimasíðu Harðar. (Sjá viðhengi).- Vallarmál
Vallarnefnd Harðar ætlar að taka út ástand á velli félagsins og senda greinagerð um það til stjórnar Harðar.- Fræðslunefnd fatlaðra
Hólmfríður og Berglind komu inná fund stjórnar og kynntu skiplulagningu vetrarins. Töluðu þær um að mikil aukning væri á námskeiðin og hversu mikilvægir sjálfboðaliðar væru fyrir starfið. Fræðslunefnd mun senda inn fjárhagsáætlun núna á haustmánuðum fyrir komandi tímabil.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS