Stjórnarfundur 26.ágúst 2014

Stjórnarfundur Harðar, 26. ágúst 2014
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ) , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH), Haukur Níelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG),

  1. 1.Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

 

  1. LM 2018
    Kom tillaga um samstarf með Fáki, Sörla og Herði að halda LM 2018. Jákvæð umræða innan stjórnar varðandi það. Samþykkt að afla frekari upplýsinga hvað slíkt samstarf myndi fela í sér.

  1. LH þing
    Haldið 17 og 18.okt á Selfossi. Hörður á 11 fulltrúa á þingið.
    Stjórn Harðar tilnefnir fulltrúa á þingið.

 

  1. Ráðning kennara og yfirkennara.
    Talað um að auglýsa eftir kennurum, yfirkennara og starfsmanni í reiðhöll fyrir félagið fyrir komandi vetur.

 

  1. Framkvæmdir á Harðarsvæði
    GÖS sagði frá stöðu mála. Reiðsalurinn klárast í vikunni og andyrið í næstu viku.
    Fyrir utan reiðhöll, ekki komin endanleg dagsetning á framkvæmdarlok.

 

  1. Harðarból, framkvæmdir
    Framkvæmdir hefjast núna í haust.

 

  1. Önnur mál
    - beitarmál félagsins rædd

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS