Stjórnarfundur 26.ágúst 2014
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, október 13 2014 15:50
Stjórnarfundur Harðar, 26. ágúst 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ) , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH), Haukur Níelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG),
- 1.Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
- LM 2018
Kom tillaga um samstarf með Fáki, Sörla og Herði að halda LM 2018. Jákvæð umræða innan stjórnar varðandi það. Samþykkt að afla frekari upplýsinga hvað slíkt samstarf myndi fela í sér.
- LH þing
Haldið 17 og 18.okt á Selfossi. Hörður á 11 fulltrúa á þingið.
Stjórn Harðar tilnefnir fulltrúa á þingið.
- Ráðning kennara og yfirkennara.
Talað um að auglýsa eftir kennurum, yfirkennara og starfsmanni í reiðhöll fyrir félagið fyrir komandi vetur.
- Framkvæmdir á Harðarsvæði
GÖS sagði frá stöðu mála. Reiðsalurinn klárast í vikunni og andyrið í næstu viku.
Fyrir utan reiðhöll, ekki komin endanleg dagsetning á framkvæmdarlok.
- Harðarból, framkvæmdir
Framkvæmdir hefjast núna í haust.
- Önnur mál
- beitarmál félagsins rædd
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS