Stjórnarfundur 8.apríl 2014
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, september 05 2014 11:47
Stjórnarfundur Harðar, 8. april 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Nílelsson (HN, Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ) , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH) .
1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Framkvæmdir í og við Reiðhöll.
GS gerði grein fyrir framkvæmdum í og við reiðhöllinna, en til stendur að setja upp stíur fyrir hesta og stækka steypta stétt við inngang og lagfæra aðkomu. JDB kynnti tilboð í stíur sem félagið fékk frá Vélaborg, en þeir hafa boðið fram innréttingar gegn auglýsingu í reiðhöllinni.
GÖS falið að ræða við Vélaborg og kanna hvort þessar innréttingar henti.
3. Framkvæmdir á Harðarsvæði
Farið yfir þau atriði sem brýnast væri að gera nú í sumar.
Herði stendur til boða að fá unglingavinnuna til að vinna afmörkuð verk. Möguleikar þess ræddir eins og t.d. að láta þau mála grindverk, gróðursetja og hreinsa svæði.
Ákveðið að ræða frekar þegar nær dregur sumri hvaða verkefni væri hentugt að láta þau vinna.
4. Önnur mál
Bréf frá Helgu Skowronski.
JDB gerði grein fyrir því að búið væri að leysa þetta mál í samráði við Æskulýðsnefnd Harðar.Traktor félagsins seldur
JDB gerði grein fyrir því að traktor félagsins væri nú loks seldur.
Hestadagar.
JDB gerði grein fyrir framkvæmd Hestadaga. Fóru mjög vel fram, Hörður með fólk í öllum flokkum, sem voru félaginu til sóma.
Stóðhestaveisla.
JDB gerði grein fyrir því að aðstandendur Stóðhestaveislu hefðu kynnt henni það að ákveðið hefði verið að árlegur styrkur þeirra úr happdrættissölu skyldi í ár renna til starfs fatlaðra í Herði. Voru allir stjórnarmenn sammála um að þetta væri fagnaðarefni og mikil viðurkenning fyrir þetta mikilvæga starf sem unnið er innan félagins.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: ÓH