Stjórnarfundur 25.febrúar 2014
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 28 2014 14:01
Stjórnarfundur Harðar, 25.febrúar 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Nílelsson (HN, Gunnar Steingrímsson (GÖS), Oddrún Ýr Sigurðardóttir ( OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ) , Sigurður Guðmundsson (SG), Ólafur .
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Fundargerð aðalfundar
Fundargerð send á fundarstjóra til samþykktar.
3. Framkvæmdir á Harðarsvæði og félagsheimili
GÖS, JD og Sæmundur fóru á fund með bæjarstjóra varðandi framkvæmdir á svæðinu, kom bæjarstjóra á óvart hvað framkvæmdir væru stutt komnar. Okkar fólk kom greinilega til skilar að samkvæmt verksamning væri mikil seinkun á þessu. Nýr reiðvegur komi vestur fyrir aspir hjá fótboltavelli eftir framkvæmdir. Á sama tíma var lýsing á flugvallarhring og var tekið vel í það. Stjórn ákvað að skrifa bréf varðandi sýn hestamannafélagsins á hvernig hægt sé að leysa bæði reiðvegamálin og lýsingu á flugvallarhring.
GÖS og JD fund með Sigga Teits og teiknara á hans vegum, ræddar hugmyndir um hvernig hægt sé að breyta eldhúsi Harðarbóls þannig að það nýtist sem best. Skoða kostnað vegna þess og fá tilboð.
Deiliskipulag vegna Harðarsvæðis, GÖS og JD fóru á fund með skipulagsnefnd. Ákveðið að reyna drífa af samþykki vegna breytingar/stækkunnar á Harðarbóli. Varðandi utan svæðis við reiðhöll verður farið í um leið og breytingar inní reiðhöll hefjast. (kofi, stíur og fleira) Einnig var ákveðið að fá tilboð frá nokkrum aðilum vegna stía í reiðhöll.
4. Önnur mál
- Gunnar kom með hugmynd um að hafa fjöldatakmarkanir í höllina. Ákveðið að skoða það mál
- Jón Jónsson kom og rætt var um gólf reiðhallarinnar, verið að skoða samninga við hann varðandi viðhald á því.
- Securitas kom á svæðið um daginn, JD og RT seldu auglýsingu í bil í höllina. Einnig er í bígerð samningur við félagið. Einnig eru viðræður í gangi við ISAM.
- Þarf að fara auglýsa eftir starfsmanni í reiðhöll.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir