Stjórnarfundur 11.febrúar 2014
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 28 2014 13:59
Stjórnarfundur Harðar, 11.febrúar 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Nílelsson (HN, Gunnar Steingrímsson (GÖS), Oddrún Ýr Sigurðardóttir ( OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ)
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Framkvæmdir í og við Reiðhöll
- GÖS ræddar hugmyndir hvernig á að fegra í kringum reiðhöllina og í átt að Harðarbóli. Tyrfa og steypa plan við nýtt gerði. Hugmynd að setja einhverskonar hindrun við bakka við reiðhöll og í átt að félagsheimili jafnvel langbönd. Tröppur að reiðhöll, stíur inní reiðhöll og fleira. Smá frestun á boxi í reiðhöll en kemur í næstu vikum.
Verður skoðar nánar þegar líður að framkvæmdum.
4. Ástand reiðvega
- Félagsmenn hafa mikið samband vegna reiðvega, mikil drulla hefur verið á veginum, sérstaklega vegna þess að tíðarfarið hefur ekki verið gott, þýða og frost á víxl.
Þegar líða fer á og veður fer að lagast munu endurbætur halda áfram við reiðveginn. Stjórn gerir sér mjög vel grein fyrir því hvernig ástandið er núna og bíðum eftir frekari aðgerðum á veginum vegna þessa.
4. Eldhús
Komið tilboð í elda og klakavél, ákveðið að taka því.
5. Önnur mál
- Sýnikennsla tókst vel með umferðareglum
- Grímutölt tókst mjög vel, mikil þátttaka var, sérstaklega í yngri flokkunum.
- árshátið á næsta leyti, mikil eftirspurn eftir miðum, komin biðlisti.
- Búið að auglýsa traktorinn, fyrirspurnir byrjaðar.
- OÝS sagði frá fundi hjá FMOS, stefnt að hefja stúdentsbraut næsta haust og byrjað að vinna að áfangalýsingum sem þurfa að vera klárar fyrir maí mánuð 2014.
- Árskýsla Harðar send til UMSK fyrir ársþing og til Mosfellsbæjar frá æskulýðsnefnd.
- Ársþing UMSK er 27.febrúar næstkomandi, hluti stjórnar mun fara. Viðurkenningar UMSK ræddar, Valdimar framkvæmdarstjóri ætlar að senda upplýsingar til JD.
- Rædd hugmynd af gullmerki að vegum félagsins. Stjórn ákvað að skoða málið.
- JD sagði frá nokkrum fundum sem hún er búin að sækja á vegum félagsins.
- Búið að fá tilboð vegna spegla í reiðhöll, stjórn skoðar það.
- Rætt var um búnað í höllina, biðja treknefnd að taka saman hvaða búnað þarf.
- Ákveðið að kaupa kaffikönnur.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir