Stjórnarfundur 21.janúar 2014
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 28 2014 13:57
Stjórnarfundur Harðar, 21.janúar 2014
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Nílelsson (HN, Gunnar Steingrímsson (GÖS), Oddrún Ýr Sigurðardóttir ( OÝS)
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Aðafundargerð
Aðalfundargerð ekki tilbúin.
3. Framkvæmdir
- Má fara að byrja á framkvæmdum við reiðhöll (vegna 6.500.000 frá bænum)
- Verið er að bera efni í reiðvegi og er efnið staðsett við kerrustæði.
- JD ætlar að athuga með ástand reiðvega á svæðinu, þá sérstakleg flugvallarhring. Eigum eftir að fá endanleg svör frá bænum varðandi framkvæmdir og annað í nálægð reiðvega. JD fer í að óska eftir fundi með bæjarstjóra.
- Lýsing á flugvallarhring. Búið er að ræða við bæinn um að laga þá staura sem fyrir eru. GÖS hefur aðeins skoðað mögulegan kostnað á að lýsa allann hringinn upp. Stjórn Harðar hefur bókað eftirfarandi:
„Stjórn Harðar mun skrifa bréf til Mosfellsbæjar varðandi lýsingu á reiðleið á flugvallarhring.“
Stúkumál. Box við stúku mun væntanlega koma til uppsetningar í næstu viku og kofinn verður fjarlægður.
4. Endurskoðun á nokkrum kostnaðarliðum félagsins
- Skoðaður var símakostnaður sem búin er að vera of hár, ákveðið var að skipta yfir í Hringdu með síma og nettenginu í Harðarbóli og reiðhöll.
- Securitas. Búið að ná niður mánaðargjaldi þar um tæplega helming, einnig hafa JD og RT átt í viðræðum við forsvarsmenn Securitas varðandi styrki til félagsins.
VÍS. Viðræður hafa verið í gangi við Elías Þórhalsson hjá VÍS vegna mögulegs styrktarsamnings.
5. Önnur mál
- Stjórn ræddi um að í vor ætti að koma á götugrilli hjá félaginu og tóku allir fundarmenn vel í þá hugmynd.
- Starfsmannamál voru rædd
- Þorrablót félagsins tókst með eindæmum vel og kom út í góðum hagnaði, þakka má formanni og gjaldkera félagsins fyrir vel þeirra framlag.
- Harðarból. Ákveðið hefur verið að endurnýja eldavél og fjárfesta í klakavél. GÞÞ tengdi míkrafóne, snúru og fylgihluti í Harðarbóli, nauðsynlegt að merkja.
- Stjórn samþykkti að auglýsa traktor félagsins til sölu.
- JD fundaði með stóru mótanefndinni á dögunum, mikið og metnaðarfullt starf í gangi þar sem og hjá öðrum nefndum félagsins.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir