Stjórnarfundur 10.des. 2013
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 23 2014 15:46
Stjórnarfundur Harðar, 12.nóvember 2013
Haldin að Varmárbökkum
Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Nílelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG), Gunnar Steingrímsson (GS), Ólafur Haraldsson (ÓH), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Oddrún Ýr Sigurðardóttir ( OÝS) og Ragna Rós Bjarkadóttir rekstarstóri Harðar.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
2. Stjórn skiptir með sér verkum.
(RT) skipaður gjaldkeri
(OÝS) skipaður ritari
Aðrir stjórnarmeðlimir meðstjórnendur
3. Aðalfundur Harðar 2013
Farið var yfir aðalfund sem fór vel fram. Sérstaklega var ánægja með uppsetningu og kynningu reikninga.
4. Nefndarfundur
Stjórn samþykkti að hafa boða alla formenn nefnda saman á einn fund þriðjudaginn 19.nóvember næstkomandi kl 18:30 .
Komnir eru formenn í flest allar nefndir fyrir komandi starfsár.
5. Nefndarkvöld / sjálfboðaliðar félagsins
Ákveðið að halda nefndarkvöld Harðar 23.nóvember n.k.
Minna þarf formenn nefnda að taka niður þátttöku sinnar nefndar.
6. Starfslýsingar nefnda
Stjórn vinnur að starfslýsingum nefnda og verða þær tilbúnar fyrir nefndarfund 19.nóv
7. Önnur mál
Formannafundur LH
- (JDB) sagði stuttlega frá formannafundi LH sem haldin var síðastliðin föstudag 8.nóvember 2013. Þema fundsins var „nýliðun í hestamennsku“.
-Bréf barst frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar vegna æfingatíma í reiðhöll Harðar, (JDB) tekur að sér að klára það mál.
Stækkun Harðarbóls
- (GS) sagði frá fundi með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar vegna stækkunnar Harðarbóls.
Sjá má afgreiðslu hér að neðan (tekið úr fundargerð skipulagsnefndar Mosfellsbæjar)
1.2. 201311028 - Varmárbakkar, stækkun félagsheimilis - umsókn um byggingarleyfi
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ
sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.
Niðurstaða 236. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúaByggingafulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir stækkun hússins.
Afgreiðsla þessa fundar:
Nefndin heimilar hestamannafélaginu að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir