Stjórnarfundur 15.10. 2013
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 30 2013 16:23
Stjórnarfundur í Herði 15. október 2013.
Mættir: Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Ólafur, Alli, Gylfi og Gunnar
1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
2. Ragnhildur lagði fram drög að ársreikningi fyrir 2012 en eftiri var að setja hann upp sem og samanburð við 2011. Níu mánaða uppgjörið fyrir 2013 verður tilbúið og lagt fram fyrir aðalfund. Skoðunarmenn verða boðaðir 29. okt.
3. Reiðhöllin og umhverfi
- Gunnar gerði grein fyrir fundi með Þorsteini frá Bænum og Jóa Odds varðandi framkvæmdir austan við reiðhöll. Fram kom að bærinn hefur fjármagn á næsta ári í framkvæmdina. Jói mun fara í verkið fljótlega. Áætlað er að framkvæma fyrir 2,5milljónir fyrir áramót. Hægt verður að greiða þann hluta út félagssjóðum til að brúa bilið þar til greiðslur koma frá bænum.
- Gunnar lagði fram tillögu um að semja við Halla í GK-gluggum um smíði þularstúku. Tilboð hans hljóðar upp á að smíða og setja upp glugga, gler, þak og hurð í svipuðum dúr og annað timburverk auka þess að vinna efni (sem félagið leggur til) í vegglokun sem áætlaður er til að loka milli hesta og áhorfenda milli skábrautar og austurgafls. Fyrir verkið verður greitt með skúrnum sem er inni í reiðhöll núna. Áætlaður kostnaður við verkið er 400 til 450 þúsund. Tillagan var samþykkt og verður verkið unnið fyrir 9. des. Gyða vék af fundi á meðan þessi tillaga var rædd og afgreidd.
- Gunnar hafði samband við Hýsi vegna leka með þakgluggum sem hefur borið mikið á í sumar og haust. Guðbjartur Halldórsson er sá starsmaður hjá Hýsi sem sér um byggingamál. Hann sagði að hann myndi kalla til mennina sem sáu um uppsetningu hússins og greina vandamálið.
4. Almenns félagsfundar var haldin í Harðarbóli 10. okt. sl. Um 25 mjög áhugasamir félagsmenn mættu á fundinn þar sem ræddar voru ýmsar hugmyndir að innra starfi félagsins. Minnispunktar frá fundinum verða sendir nefndum síðar.
5. Önnur mál
- Ákveðið að boða stjórn 8-viltra á fund til að ræða áhuga þeirra á því að stækka Harðarból. Fundurinn verður 21. okt nk.
Næsti stjórnarfundur verður 29.okt. 2013
Fundaritari Gunnar Örn