Stjórnarfundur 24.09. 2013

Stjórnarfundar í Herði 24. september 2013.

Mættir: Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Ólafur, Alli, Gylfi, Sigurður og Gunnar

  1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. Ragnhildur er að vinna við að gera ársreikning fyrri 2012 og 9 mánaða uppgjöri fyrir 2013 sem hún mun kynna á næsta stjórnarfundi sem verður 15. okt.
  3. Ákveðið var að boða til almenns félagsfundar í Harðarbóli 10. okt. nk.
  4. Reiðhöllin og umhverf

-          Samþykkt var að auglýsa á vefnum eftir tillögum að nafni á reiðhöllinni.

-          Farið verður í að loka þulastúku.

-          Samþykkt var á fundinum að fara í nauðsynlegar framkvæmdir austan við reiðhöllina. Mosfellsbær hefur sett styrk til þessarar framkvæmdar á fjárhagsáætlun fyrir 2014. Reynt verður að ná samningum við verktaka um framkvæmdir í haust á þessum grunni. Áhersla verður á að setja niðurföll og betra yfirlag á svæðið framan við austurgaflin, framlengja regnvatnslögn norður úr og loka skurði, setja upp gestagerði og setja út undirlag kringum það.

-          Ákveðið að stækka steyptu stéttina í reiðhöllinni út að enda á skábraut og framlengja þeim vegg til að loka á milli hesta- og áhorfendasvæðis.

  1. Búið er að skrifa undir samstarfssamninginn milli Mosfellsbæjar og Harðar sem kynntur var á síðasta stjórnarfundi.
  2. Önnur mál

Næsti stjórnarfundur verður 15. okt.

Fundaritari

Gunnar Örn