Stjórnarfundur 10.09. 2013
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, október 18 2013 09:32
Stjórnarfundur í Herði 10.september 2013.
Mættir: Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Ólafur, Alli, Gylfi og Gunnar
- Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
- Jóna Dís kynnti samning milli bæjarins og Harðar um styrki til félagsins. Samningurinn verður aðgengilegur á heimasíðum Mosfellsbæjar og Harðar. Samkomulag um viðhald reiðvalla sem kynnt var í sumar var undirritað 13. ágúst sl.
- Samþykkt var tillaga um að senda út greiðsluseðala fyrir félagsgjöld 2014 og lyklagjalda að reiðhöllinni um mánaðarmótinn nóv/des nk. Gjalddagi 1. jan og eindagi 15.jan. Senda á út bréf til þeirra sem hafa ekki greitt árgjald 2013 og og bjóða mönnum að gera það upp án kostnaðar og hægt verði að semja um greiðslu. Jóna Dís gerir bréfið.
- Námskeiðið Reiðmaðurinn á vegum Háskólans á Hvanneyri verður haldið í reiðhöllinni í vetur.
- Reiðhöllin og umhverfi
- Samþykkt að gera framkvæmdaáætlun, skrifa þarf Hýsi bréf vegna leka með þakgluggum.
- Reiðhallarlyklar, rætt um leiðir til að gera innheimtu á lyklagjaldi skilvirkari.
- Rædd var tillaga um að efna til samkeppi um nafn á reiðhöllinni.
- Mosfellsbær hefur sýnt skilning á að leggja til fé vegna lagfæringar austan og norðan við höll.
- Helgi hefur lokið við að skrifa sögu Harðar. Útgáfunefnd gerir ráð fyrir að bókin fari í prentun næstu vikur. Auglýsa á boð til manna að kaupa bókina í forsölu og fá nafn sitt skráð í hana.
- Rætt var um fram fari reglulega mat á reiðnámskeiðum félagsins á meðal þátttakenda.
- Gerð hefur verið drög að starfslýsingum nefnda. Stjórnin samþykkti einróma að ljúka því og gefa út.
- Aðalfundur verður boðaður 7.nóv nk.
- Önnur mál
Fundaritari
Gunnar Örn