Stjórnarfundur 14.5. 2013

                     

Fundargerð

Stjórnarfundur í Hestamannafélaginu Herði 14.05.2013

Mættir: Auður, Jóna Dís, Ragnhildur, Alexander, Ólafur, Gunnar.

  1. Farið yfir síðustu fundargerð – hún samþykkt.
  2. Lagt fram erindi varðandi að fá Reiðmanninn í Hörð
    1. Alexander og JDB kynntu sér málin. Niðurstöður voru þær að Hörðurer tilbúinn til að taka Reiðmanninn með t.t. útleigu reiðhallarinnar, en hefur ekki aðstöðu til að útvega hesthúspláss. JDB talar við forráðamenn Reiðmannsins varðandi þetta.
    2. Tunguvegur
      1. Vegurinn hefur verið samþykktur samkvæmt deiliskipulagi en breytingartillaga liggur fyrir sem er til bóta fyrir félagsmenn að mati stjórnar.
      2. Fjármál félagsins.
        1. Tillaga frá stjórnarmanni að stjórnin taki fyrir á hverjums stjórnarfundi tekjur og reikninga félasins fyrir hvern mánuð til að hafa yfirsýn yfir stöðu mála. Gjaldkeri útskýrir að nú sé búiið að færa 2012 af bókhaldsaðila og fyrstu 3 mánuðir 2013 og getur komið með þær upplýsingar á næsta stjórnarfund. Að öllu jöfnu er erfitt að fá nákvæma stöðu mánaðarlega en hægt væri að fara yfir yfirlit. Áður hefur félagið ekki látið bókfæra jafn óðum en sú vinna er komin í gang og þá verður auðveldara að hafa meiri yfirsýn yfir hvað er í gangi hverju sinni í starfsemi félagsins. Stjórnarmenn samþykkja þessar skýringar. Tillaga kom um að fyrir liggi c.a. á 3 mánaða fresti yfirlit þetta og var það samþykkt af stjónarmönnum að láta á það reyna.
        2. Önnur mál:
          1. Bréf frá Ragnheiði Þorvaldsdóttur tekið fyrir varaðndi gjald á atvinnumannalykli í reiðhöll Harðar. Farið var yfir samskipti sem haf a átt sér stað undanfarið og ákveðið var að setja skilgreiningu á því hvað felst í hugtakinu atvinnumaður á netið til upplýsinga fyrir félagsmenn til að reyna að koma í veg fyrir allan misskilning. JDB gerir það. Tillagan samþykkt.
          2. Bæjarstjórnin á bak – JDB er að vinna að því.
          3. Skýrsla til Mosfellsbæjar. JDB sendir rekstrar- og ársskýrslu til bæjarins.
          4. Hreinsunardagurinn gekk mjög vel. Félagsmenn voru mjög virkir í að hreinsa í hverfinu og ánægjulegt að sjá hvað margar hendur vinna létt verk. Margir félagsmenn mættu á svæðið og tóku til hendinni.
          5. Nýafstaðin firmakeppni gekk vel.
          6. WR Íþróttamót gekk mjög vel og mjög jákvæðar athugasemdir bárust. Mótið var Herði til sóma.
          7. Krakkar úr unglingavinnunni koma á Harðarsvæðið í sumar og hjálpa til við að halda svæðinu til haga.

Fundi slitið 18.57

Næsti fundur er áætlaður 7.6 kl. 17.15