Stjórnarfundur 9.apríl 2013
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, október 18 2013 08:06
Stjórnarfundur 09. apríl 2013 kl 17:15
Haldin í Harðarbóli
Mætt: Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Alli, Ólafur, Gylfi og Gunnar
- Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
- Hestadagar í Reykjavík voru haldnir á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi og þóttu takast mjög vel. Reiðhöllin var opin seinnipartinn á föstudaginn þar sem fjöldi bæjarbúa komu nutu návistar við hesta og hestamenn, teymt var undir börnum. Íslensk Ameríska gaf kjötsúpu sem gestum var boðið upp á við miklar vinsældir. Sýninginn Æskan og Hesturinn fór fram á sunnudeginum í Reiðhöllinni í Víðidal að venju. Harðarfélagar voru áberandi á sýningunni þar sem starf okkar með fötluð börn veitti verðskuldaða athygli. Stjórnin þakkar öllum sem að hestadögum og sýningunni komu fyrir þeirra framlag.
- JDB átti fund með útgáfunefnd Harðar 25. ars sl., sjá fundagerð nefndarinnar.
- Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 22. mars að gera samning til 9 ára um fast framlag til viðhalds reiðvalla félagsins. Sjá bréf 22. mars 2013. JDB gengur frá samningi við bæjarfélagið.
- Ný heimasíða Harðar var tekin í notkun um síðustu mánaðarmót. Þykir uppfærsla hennar hafa tekist vel og verður unnið áfram við frágang og innsetningu á efni og myndum.
- Ákveðið að bjóða bæjarstjórn í reiðtúr. JDB ákveður dagsetningu í samráði við þá og Ólaf.
- Ákveðið að senda bréf til þeirra félagsmanna sem ekki hafa greitt félagsgjöld. Nauðsynlegt er að uppfæra félagatalið þannig að það endurspegli sem best virka félaga á hverjum tíma.
- Hreinsunardagur á vegum umhverfisnefndar verður að venju á Sumardaginn fyrsta. Setja þarf tilkynningu á heimasíðu og facebook.
- Fáksmenn koma ríðandi uppeftir til okkar (Hlégarðsreið) 27.apríl og munu Harðarkonur sjá um sölu veitinga í Harðarbóli.
- Samykkt var tillaga JDB að halda fund með beitarnefnd.
- Rætt var um áhuga félagsmanna um stækkun Harðarbóls og hvernig standa megi að kynningu á verkefninu.
- GÖS sat síðasta fund reiðveganefndar. Þar kom fram að Mosfellsbær leggur fram 600.000 til viðhalds reiðvega í ár og að félagið fékk úthlutað 2.000.000 úr reiðvegafé Vegagerðarinnar. Farið verður viðhald á hálsinum yfir Blikanesið við gólfvöllinn, áningagerði klárað við nýja reiðveginn við Skarhólamýri og ef tilskilin leifi fást verður reiðvegurinn upp í dal færður sunnan megin við ánna frá kirkju að Lundi.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 19:30