Fundargerð 12.mars 2013
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 11 2013 09:24
Stjórnarfundur 12. mars 2013 Mætt:
Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Alli, Siggi, Ólafur, Gunnar
Einnig Ragna Rós
- Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
- JDB átti fund með Jóhönnu og Þorsteini hjá framkvæmdasvið Mosfellsbæjar. Fjárveiting til félagsins þetta árið vegna vallarins og reiðhallarinnar er ekki fyrir hendi þetta árið. Sækja þarf um fjárveitingar í september vegna framkvæmda næsta árs. Þorsteinn mun skoða möguleika á aukafjárveitingu vegna lagfæringar á vellinum fyrir vorið.
- Rætt var um að félagið geri fastmótaða vinnuferla varðandi áætlanagerð og umsóknir um fjárveitingar til bæjarins.
- JDB sótti þing UMSK í byrjun mánaðarins. Þar var tekist hart á um endurskoðun á skiptingu Lottó tekna. Samþykkt var tillaga frá Aftureldingu og fl. um réttlátari skiptingu sem nær tvöfaldar tekjur Harðar af Lottóinu.
- Opnuauglýsing hefur verið keypt af Mosfelling til að kynna starfsemi Harðar sem birtist 14. mars.
- Samþykkt að JDB leiti tilboða í endurnýjun trygginga félagsins.
- Ákveðið að yfirfara félagatalið og gera könnun á því hve stór hluti hestamanna á starfssvæði Harðar eru félagar. Ragnhildur, Ragna Rós og Gunnar fara í verkefnið.
- Ákveðið að virkja netfangaskrá félagsmanna og gera tilraun með að senda fjölpóst og óska eftir viðbrögðum. Gyða og Ragna Rós sjá um málið.
- Skila þarf skýrslu til ÍSÍ úr ársreikningi 2012 fyrir 15. apríl. Sigurður og Ragnhildur ganga frá henni og senda.
- Mótanefnd mun sjá um framkvæmd firmakeppninnar. Ragna Rós hringir út til kunnra styrktaraðila.
- Sláin í reiðhöllina er á leiðinni.
- Önnur mál
- Gjalddagi lyklagjalds í reiðhöllina er 1. mars. Lokað verðu á lykilinn 1. apríl ef ekki hefur verið greitt. Setja þarf tilkynningu um þetta á netið.
- Mosfellsbær hefur samþykkt 500.000,- styrk vegna útgáfu á sögu Harðar. Stjórn UMSK hefur samþykkt styrk upp á 150.000,- og von er á tilkynningu frá Kjósahrepp.
- JDB mun boða til fundar í útgáfunefnd bókarinnar til að tryggja útgáfu hennar með haustinu.
- Hestadagar verða haldnir á höfuðborgarsvæðinu 4-7 apríl. Meðal uppákoma verður hestvagna akstur í miðborg Reykjavíkur með Borgarstjóra og formönnum félaganna, hópreið hestamanna um götur miðborgarinnar, opið hús í öllum reiðhöllum þar sem haldnar verða sýningar og krökkum leift að fara á bak.
- Árshátíð Harðar var haldin í fyrsta skipti í Harðarbóli 23. feb sl. Fagnaðurinn tókst vel og var almenn ánægja meðal fálaga um að halda hana í húsinu. Félagið Áttavilltir gáfu félaginu 1.000.000- í stækkunarsjóð Harðarbóls. Mikil hvatning hefur komið frá félagsmönnum um að stækka Harðarból. Góður hagnaður varð af árshátíðinni.
- Félagið sá um mataveislu sem Gæðingadómarafélagið hélt félögum sínum og halaði inn góðum tekjum.
- Líftöltið fór fram um helgina og tókst með eindæmum vel og safnaðist veruleg fjárhæð.
- Samþykkt var beiðni frá Rögnu Rós um að kaupa nýjan ofn og nýtt helluborð í eldhús Harðarbóls.
Fleira ekki gert og fundi slitið 19.00