Fundargerð 29.janúar 2012

Stjórnarfundur 29. janúar 2013 með reiðhallarnefnd

Mætt:

Jóna Dís, Ragnhildur, Alli, Siggi, Ólafur, Gunnar

Einnig Guðjón og Siggi Teits vegna reiðhallarmála.

  1. Reiðhallarmál
    1. Fram kom að JDB og GM fóru á fund Haraldar bæjarstjóra þar sem reiðhallrmál voru rædd. Frá og með 2013 mun Mosfellsbær greiða umsamið leiguverð sem er 6.000.000,- en það var lækkað í 3.000.000 árin eftir hrun. Haraldur benti á að borið hafi á óánægjuröddum varðandi lágt verð sem atvinnumenn í hestamennsku greiddu fyrir afnot af reiðhöllinni.
    2. Fjárhagsstaða reiðhallarinnar lá ekki fyrir á fundinum. Á fundinum var gerð rekstraráætlun fyrir 2013 á grundvelli upplýsinga sem lágu fyrir úr bókhaldi og reynslu við reksturinn hingað til. Áætlaður rekstarkostnaður er 5.800.000,- sem skiptist þannig
      1. Laun og launatengd gjöld     2.700.000
      2. Rafmagn og hiti                     1.000.000
      3. Rekstur kerfa                         1.000.000
      4. Viðhald húss og áhalda            900.000
    3. Tekjuáætlun
      1. Leigutekju frá Mosfellsbæ    6.000.000
      2. Útleiga og lyklar                    1.200.000
      3. Auglýsingar og uppákomur      500.000
    4. Lögð var fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir notkun á reiðhöllinni og hún samþykkt samhljóða.
  • Ársgjald fyrir almennan félagsmann 6.000
  • Ársgjald fyrir félagsmenn sem nýta reiðhöllina í atvinuskini 25.000
  • Félagsmenn í barnaflokki hafa frían aðgang.
  • Afnot af ½ höllinni vegna reiðkennslu félagsmanna 2.500kr/klst
  • Útleiga: 8.000kr/klst
  1. JDB ræðir við bæjartæknifræðing um nauðsynlegar framkvæmdir vegna vatnsaga sem er til vandræða sunnan og austan við höllina.
  2. Umsókn um niðurfellingu á fasteignagjöldum Harðar
    1. Ragnhildur sér um að leggja inn umsókn til bæjarins um niðurfellingu fasteignagjalda.
    2. Starfsskýrsla Harðar
      1. Tekið var fyrir bréf frá ÍSÍ frá 22. janúar 2013 vegna skila á starfsskýrslum. Sigurður G. og Ragnhildur taka saman gögn úr ársskýrslu.
    3. Heimasíða Harðar
      1. Kjartan Jónsson kom á fundinn og fór yfir helstu atriði og tímasetningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.45