Fundargerð 29.janúar 2012
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 11 2013 09:21
Stjórnarfundur 29. janúar 2013 með reiðhallarnefnd
Mætt:
Jóna Dís, Ragnhildur, Alli, Siggi, Ólafur, Gunnar
Einnig Guðjón og Siggi Teits vegna reiðhallarmála.
- Reiðhallarmál
- Fram kom að JDB og GM fóru á fund Haraldar bæjarstjóra þar sem reiðhallrmál voru rædd. Frá og með 2013 mun Mosfellsbær greiða umsamið leiguverð sem er 6.000.000,- en það var lækkað í 3.000.000 árin eftir hrun. Haraldur benti á að borið hafi á óánægjuröddum varðandi lágt verð sem atvinnumenn í hestamennsku greiddu fyrir afnot af reiðhöllinni.
- Fjárhagsstaða reiðhallarinnar lá ekki fyrir á fundinum. Á fundinum var gerð rekstraráætlun fyrir 2013 á grundvelli upplýsinga sem lágu fyrir úr bókhaldi og reynslu við reksturinn hingað til. Áætlaður rekstarkostnaður er 5.800.000,- sem skiptist þannig
- Laun og launatengd gjöld 2.700.000
- Rafmagn og hiti 1.000.000
- Rekstur kerfa 1.000.000
- Viðhald húss og áhalda 900.000
- Tekjuáætlun
- Leigutekju frá Mosfellsbæ 6.000.000
- Útleiga og lyklar 1.200.000
- Auglýsingar og uppákomur 500.000
- Lögð var fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir notkun á reiðhöllinni og hún samþykkt samhljóða.
- Ársgjald fyrir almennan félagsmann 6.000
- Ársgjald fyrir félagsmenn sem nýta reiðhöllina í atvinuskini 25.000
- Félagsmenn í barnaflokki hafa frían aðgang.
- Afnot af ½ höllinni vegna reiðkennslu félagsmanna 2.500kr/klst
- Útleiga: 8.000kr/klst
- JDB ræðir við bæjartæknifræðing um nauðsynlegar framkvæmdir vegna vatnsaga sem er til vandræða sunnan og austan við höllina.
- Umsókn um niðurfellingu á fasteignagjöldum Harðar
- Ragnhildur sér um að leggja inn umsókn til bæjarins um niðurfellingu fasteignagjalda.
- Starfsskýrsla Harðar
- Tekið var fyrir bréf frá ÍSÍ frá 22. janúar 2013 vegna skila á starfsskýrslum. Sigurður G. og Ragnhildur taka saman gögn úr ársskýrslu.
- Heimasíða Harðar
- Kjartan Jónsson kom á fundinn og fór yfir helstu atriði og tímasetningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.45