Stjórnarfundur 18.maí 2010
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, maí 20 2010 13:31
Hestamannafélagið Hörður
Stjórnarfundur 18. maí 2010 kl. 17.00
Fundur 5
Fundarstaður: Harðarból
Fundur hófst kl. 17.00
Mættir voru:
Guðjón Magnússon 8945101 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur
Björgvinsson 8586421 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðný
Ívarsdóttir 8997052 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gyða Á.
Helgadóttir 8648084 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingimundur
Magnússon 8971036 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ragnhildur
Traustadóttir 8934671 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður
Guðmundsson 8995285 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Ólafsson 8995282 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson 8965400 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þórir Örn
Grétarsson 8977654 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Íþróttaakademía með
hestabraut í framhaldsskóla Mosfellsbæjar
GM og IM hafa hitt skólastjóra framhaldsskólans og borið upp hugmynd að hestabraut við skólann. Hún tók mjög vel í málið og munum við hittast aftur í lok sumars og hefja undirbúning að gerð námsskrár.
- Reiðhöll, fjárhagsstaða
og rekstur
Fjárhagsstaðan er enn í lagi, en ljóst er að ekki er hægt að byggja framtíðar rekstur reiðhallarinnar á þeim tekjugrunni sem nú er, hækkun á leigu frá Mosfellsbæ er forsenda þess að reksturinn gangi til langframa, enda var alltaf vitað að svo yrði. Sú reynsla sem við höfum af rekstrinum þetta fyrsta hálfa ár sýnir þó, að rekstraráætlun sem gerð var fyrir 5 árum síðan virðist standast. Nú er orðið nokkuð ljóst að við fáum ekki vsk endurgreiddan, en við höfðum reiknað með að fá 4 til 5 millj. endurgreiddan enda er húsið íþróttamannvirki. Skattstjóri túlkar lögin hins vegar þannig að þetta eigi einungis við íþróttamannvirki sem eru í beinni eigu bæjarfélaganna. Við munum vinna áfram í þessu máli og fá lögmann félagsins til að skoða þetta. Fjármögnun reiðhallarinnar er sem áður í höndum Íslandsbanka og er nú eini óvissuþátturinn vaxtaprósentan á næstu árum.
- Umhverfismál, þrif og
fegrun hesthúsahverfisins
Okkur hefur verið úthlutað 5 ungmennum til vinnu í sumar, tvö þeirra mega vinna 180 klst. 6 tíma á dag, eða 6 vikur, hin þrjú 240 tíma, eða í 8 vikur 6 tíma á dag. IM mun sjá um að gera verkefnalista í samráði við stjórnina og sjá um yfirstjórn vinnunnar. Verkefni sem fyrir liggja er gróðursetning, bera á tréverk reiðhallarinnar (olía), mála Harðarból að utan, tæma gáminn, sá í moldarflög við reiðhöll og reiðvöll ofl.
- Fjáröflun
Fjáröflun er í fullum gangi.
- Landsmót og hóstinn
Fyrirséð er að landsmót gæti farið í uppnám á einn eða annan hátt vegna þeirrar hestaflensu sem nú gengur yfir landið. Lítið er vitað um sjúkdóminn annað en það að svo virðist að ekki megi hreyfa hross sem eru komin með hor í nös. Nú eru liðnar einar 8 vikur frá því pestin hófst og enn eru engin hross sem hafa veikst komin í fulla þjálfun og því ekki enn vitað hversu lengi þau eru að ná sér að fullu. Áfram er þó unnið af félagsins hálfu eins og landsmót og úrtaka verði. ST pantar pláss fyrir tjaldborg og beit.
- Ný knapanúmer fyrir
vetrarmótin
Ákveðið að láta gera ný knapanúmer fyrir vetrarmótin, en gömlu númerin eru ónýt. Lögð fram tillaga um að félagsmenn geti keypt sér númer og haft það í hesthúsinu og notað aftur og aftur fyrir 5000.- kr. Öðrum verður úthlutað númeri fyrir hverja keppni eins og verið hefur gegn skilagjaldi sem endurgreiðist að fullu þegar númeri er skilað.
- Heimasíða
Nú eru liðin um 5 ár frá því heimasíðan var uppfærð síðast. Ákveðið að fara í endurhönnun hennar í haust.
- Beitarnefnd og áburður
Beit verður með sama sniði og áður og verður leigjendum afhentur einn poki af áburði fyrir hvern hest.
- Umhverfi reiðhallar
Laga þarf veginn upp að Harðarbóli og svæðið frá veginum að reiðhöllinni. GM ræðir málið við Mosfellsbæ.
- Veðsetning reiðhallar
Ákveðið að leggja til lagabreytingu á lögum félagsins þar sem óheimilt verður að veðsetja reiðhöllina eftir að núverandi fjármögnun lýkur nema með samþykki aðalfundar.
Fleira var ekki gert og fundi slitið
Verkefnalisti stjórnar
- Fjáröflun í gang ST
- Sölusýningar í reiðhöllinni ST, IM, GM
- Deiliskipulag hesthúsahverfisins, ný hesthús GM
- Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir GM, + allir
- Hönnun stækkun Harðarbóls GM
- Panta pláss fyrir tjaldborg á Landsmóti ST
- Verkefnalisti fyrir vinnuflokk IM
- Ný númer fyrir vetrarkeppnir ST
- Frágangur á vegstæði og svæðinu að reiðhöllinni GM
Verkefnalisti lokið
- Dagskrá vetrarins Allir
- Mosfellingur, dagskráin í næsta blað GM
- Halda Þorrablót þann 23. Janúar GB
- Senda út boðsmiða á árshátíð GM
- Halda árshátíð og afmælishátíð þann 27. Febrúar Ársh.nefnd og stjórn
- Senda út félagsgjöld GÝ
- Veltiskilti við Vesturlandsveg, ath.stöðu samnings GÁH, ST