Stjórnarfundur 13. apríl 2010
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 28 2010 23:48
Hestamannafélagið Hörður
Stjórnarfundur 13. apríl. 2010 kl. 17.00
Fundur 4
Fundarstaður: Harðarból
Fundur hófst kl. 17.00
Mættir voru:
Guðjón Magnússon 8945101 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson 8586421 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðný Ívarsdóttir 8997052 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gyða Á. Helgadóttir 8648084 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingimundur Magnússon 8971036 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ragnhildur Traustadóttir 8934671 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Ólafsson 8995282 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson 8965400 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttaakademía með hestabraut í framhaldsskóla Mosfellsbæjar
Fram hefur komið hugmynd um að setja á stofn hestabraut í framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Hugmyndin er mjög áhugaverð og mun Hörður styðja hana og jafnvel hafa frumkvæðið að því að svo verði. Reiðhöllin og öll aðstaða mun geta nýst slíkum skóla á daginn þegar þessi mannvirki eru almennt ekki í mikilli notkun. Þetta er sérlega áhugavert þegar litið er til þess að Hólaskóli er að endurskoða hlutverk sitt og mun verða háskóli í framtíðinni
Reiðhöll, fjárhagsstaða og rekstur
Yfirfarnir reikningar og skilgreint hvað tilheyrir reiðhöllinni og hvað félagins almennt. Fjárhagsstaðan virðist nokkuð góð, þrátt fyrir mun minni leigutekjur frá Mosfellsbæ en reiknað hafði verið með. Nákvæmt yfirlit mun liggja fyrir á næsta fundi og ætti þá að verða ljóst hvernig rekstrargrunnurinn verður.
Umhverfismál, þrif og fegrun hesthúsahverfisins
Formaður Harðar, formaður hesthúseigendafélagsins og formaður umhverfisnefndar mættu á fund hjá embættismönnum bæjarins og fóru yfir nokkra þætti sem varða umgengni á svæðinu. Bærinn ætlar að senda dreifibréf í hesthúsin þar sem farið er yfir þessi atriði. Verið er að vinna í að koma upp losunarstað fyrir hrossatað í Sogunum og ætti það að liggja fyrir með vorinu.
Fjáröflun fyrir firmakeppni
Fjáröflun fyrir firmakeppnina verður með sama sniði og síðastliðið ár.
Stækkun á félagsheimili
Lögð fram teikning af stækkun Harðarbóls sem var kynnt og yfirfarin. Samþykkt að setja stóra glugga á vesturgafl, að öðru leiti var tillagan samþykkt.
Landsmót
Undirbúningur landsmóts er í fullum gangi og hefur æskulýðsnefndin pantað pláss fyrir keppnishesta félagsins á nærliggjandi bæ. ST fylgist með því þegar tjaldstæðum verður úthlutað og lætur taka frá pláss fyrir Hörð. Verið er að velja hlífðargalla fyrir keppendur og er það í höndum æskulýðsnefndar.
Fleira var ekki gert og fundi slitið
Verkefnalisti stjórnar
- Dagskrá félagsins, dreift í hesthúsin GB,GM, ST
- Fjáröflun í gang ST
- Veltiskilti við Vesturlandsveg, ath.stöðu samnings GÁH, ST
- Sölusýningar í reiðhöllinni ST, IM, GM
- Deiliskipulag hesthúsahverfisins, ný hesthús GM
- Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir GM, + allir
- Hönnun stækkun Harðarbóls GM
- Panta pláss fyrir tjaldborg á Landsmóti ST
Verkefnalisti lokið
- Dagskrá vetrarins Allir
- Mosfellingur, dagskráin í næsta blað GM
- Halda Þorrablót þann 23. Janúar GB
- Senda út boðsmiða á árshátíð GM
- Halda árshátíð og afmælishátíð þann 27. Febrúar Ársh.nefnd og stjórn
- Senda út félagsgjöld GÝ