Stjórnarfundur 9. mars 2010

Hestamannafélagið Hörður

Stjórnarfundur 9. mars. 2010 kl. 17.00

 

Fundur 3

Fundarstaður: Harðarból

Fundur hófst  kl. 17.00

 

Mættir voru:

 

Guðjón Magnússon                                         8945101          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðmundur Björgvinsson                               8586421          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðný Ívarsdóttir                                           8997052          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gyða Á. Helgadóttir                                       8648084          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ingimundur Magnússon                                  8971036          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ragnhildur Traustadóttir                                8934671          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Guðmundsson                                  8995285          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Ólafsson                                           8995282          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Teitsson                                            8965400          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þórir Örn Grétarsson                                       8977654          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

  1. Fyrsta kynning á deiliskipulagi hesthúsahverfisins

Lögð fram tillaga sem okkur var send frá Mosfellsbæ. Tillagan var gerð af Landslagi og vantar töluvert upp á að hún uppfylli væntingar okkar.  Td. er vegur að hesthúsahverfinu gerður beinn sem skapar enn meiri hraðakstur en nú er, nýjar lóðir eru aðeins 4 talsins og þjálfunargerði aðeins eitt.  Ákveðið að GM endursendi tillöguna með athugasemdum og ræði við skipulagshöfunda.

  1. Staðsetninga nýs hesthúsahverfis

Haldið var skipulagsþing um staðsetningu nýs hesthúsahverfis á vegum Mosfellsbæjar.  Þar voru aðeins mættir örfáir hestamenn.  Fundurinn var engu að síður góður og var tekin umræða um hinar ýmsu staðsetningar sem ræddar hafa verið án þess þó að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.  Það kom þó fram athyglisverð tillaga sem skoða ætti betur, en hún er að fá hluta af landi Reykjavíkur í Álfsnesi, handan við flugbrautina við Fitjar undir nýtt hesthúsahverfi.  Það yrði ákjósanleg staðsetning, nálægt núverandi hverfi, þannig að félagsaðstaðan og mannvirki á Harðarsvæðinu nýttust, bein tenging við flugvallarhringinn og bein tenging við leyrurnar.

  1. Árshátíð, uppgjör, fjármálastaða

Árshátíðin var frábærlega vel heppnuð, um 200 manns mættu.  Nánast allur undirbúningur, matur og skemmtiatriði voru unnin af Harðarfélögum.  Velta var um 1.700.000.- og hagnaður 208.000.- krónur sem renna í félagssjóð

  1. Gjöf frá Kristjáni Þorgeirssyni, Stjáni Póstur

Kristján Þorgeirsson færði félaginu 300.000.- króna gjöf á árshátíðinni sem hann óskaði eftir að notuð af æskulýðsnefndinni.  Við þökkum þessum heiðursmanni og einum af stofnendum Harðar þessa höfðinglegu gjöf.

.

  1. Stækkun á félagsheimili

Þar sem félögum í Herði hefur fjölgað og félagslífið tekið mikinn kipp var lögð fram sú tillaga að stækka salinn í félagsheimilinu þannig að hann tæki um 170 manns, í dag tekur hann 80 til 100 manns. Verkið verður allt unnið í sjálfboðavinnu, GM leggur til teikningar og GB, IM og SÓ halda utan um framkvæmdina.  Reynt verður að fá efni fyrir lítið eða ekkert frá styrktaraðilum.  Það verður lagt upp með þetta verkefni á sama hátt og reiðhöllina, að félagið eignist þessa stækkun skuldlausa og án þess að annað félagsstarf líði fyrir hana.

 

  1. Reiðhöll uppgjör

Nú hafa allir reikningar vegna reiðhallarinnar verið greiddir.  Nú í mars fáum við um 20 millj. frá Mosfellsbæ sem við notum til að greiða niður lánið við Íslandsbanka.  Þá standa eftir tæpar 40 milljónir sem Íslandsbanki lánar okkur á um 10% vöxtum í tvö ár. Við eigum eftir að fá rúmar 40 milljónir frá Mosfellsbæ á næstu tveimur árum auk þessa að við fáum 5 til 7 milljóna króna VSK endurgreiddan af vinnu sem unnin er á byggingarstað.  Málið stendur því þannig að dæmið gengur upp.  Ennþá eru þó óvissuþættir einkum er varða vaxtastig í landinu, hversu mikinn virðisaukaskatt við fáum til baka og hversu há verðtryggingin verður á framlagi Mosfellsbæjar.

 

  1. Skógarhólanefnd

Rætt um framtíð Skógarhóla, GM upplýsti að stofnað hefði verið félagið Skógarhólar ehf þar sem stjórnarmenn eru frá LH.  GM var boðið að sitja í varastjórn þess félags og þáði það. Skógarhólanefnd Harðar stofnuð og eiga sæti í henni RT, GÝ og GM

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið

 

 

Verkefnalisti stjórnar

 

  1. Dagskrá félagsins, dreift í hesthúsin                                  GB,GM, ST
  2. Fjáröflun í gang                                                             ST
  3. Veltiskilti við Vesturlandsveg, ath.stöðu samnings                GÁH, ST
  4. Sölusýningar í reiðhöllinni                                                 ST, IM, GM
  5. Deiliskipulag hesthúsahverfisins, ný hesthús                        GM
  6. Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir                                     GM, + allir
  7. Hönnun stækkun Harðarbóls                                             GM

 

Verkefnalisti lokið

 

  1. Dagskrá vetrarins                                                          Allir
  2. Mosfellingur, dagskráin í næsta blað                                  GM
  3. Halda Þorrablót þann 23. Janúar                                      GB
  4. Senda út boðsmiða á árshátíð                                         GM
  5. Halda árshátíð og afmælishátíð þann 27. Febrúar                 Ársh.nefnd og stjórn
  6. Senda út félagsgjöld                                                      GÝ