Glitnir styrkir æskulýðsstarf Harðar
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, maí 19 2008 10:29
- Skrifað af Super User
Glitnir veitir styrk til unglinga- og barnastarfs Harðar. Styrkurinn var afhentur á íþróttamóti Harðar og Glitnis. Það var Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir sem afhenti styrkinn fyrir hönd Glitnis, en Hinrik Helgason tók á móti fyrir hönd æskulýðsnefndar Harðar. Þau eru bæði félagsmenn í Herði. Við þökkum Glitni fyrir að styðja dyggilega við æskulýðsstarfið í hestamannafélaginu.