Nefndarfundir og nefndarkvöld
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, desember 19 2012 12:54
- Skrifað af Super User
Kæru félagar.
Þann 10. janúar mun stjórnin hitta allar nefndir félagsins. Jóna Dís Bragadóttir nýr formaður félagsins mun hafa samband við formenn nefnda og boða þá til fundar við stjórnina þennan dag.
Nefndarkvöldið verður haldið í Harðabóli þann 11. janúar. Þar munu nefndarmenn sem starfa fyrir félagið næsta árið hittast, borða góðan mat og eiga góða stund saman.
Kær kveðja
Jóna Dís Bragadóttir
formaður