- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 12 2017 11:47
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Formannsfrúarreið 2017
Sælar stelpur. Laugardaginn 13. maí leggjum við af stað í okkar árlegu FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA. Í ár ætlum að ríða frá SÖRLA í Hafnarfirði og heim. Skipulagið verður eins og áður, Lilla verður fararstjóri og konur geta komið inn í ferðina t.d í áningu við Fák eða eins og hver treystir sér til. Þær sem ætla alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver, ferðin er 25 km. Dagurinn verður hin glæsilegasti i alla staði. Flottar kaffiveitingar og 3 rétta veisla í Harðarbóli þegar við komum heim.
Takið daginn frá og eigum skemmtilegan dag saman. Nánari upplýsingar um verð, flutning á hestum og konum, koma eftir páska.
Páskakveðja til ykkar allra. Kristín K, Kristín H, Lilla 2017
Sælar stelpur. Laugardaginn 13. maí leggjum við af stað í okkar árlegu FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA. Í ár ætlum að ríða frá SÖRLA í Hafnarfirði og heim. Skipulagið verður eins og áður, Lilla verður fararstjóri og konur geta komið inn í ferðina t.d í áningu við Fák eða eins og hver treystir sér til. Þær sem ætla alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver, ferðin er 25 km. Dagurinn verður hin glæsilegasti i alla staði. Flottar kaffiveitingar og 3 rétta veisla í Harðarbóli þegar við komum heim.
Takið daginn frá og eigum skemmtilegan dag saman. Nánari upplýsingar um verð, flutning á hestum og konum, koma eftir páska.
Páskakveðja til ykkar allra. Kristín K, Kristín H, Lilla
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, apríl 09 2017 17:24
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Hér að neðan má sjá úrslit á
3 vetraleikum Harðar
Pollar teymdir
Ása María Hansen- Hugmynd
Alexander Þór Hjaltason-Aría frá Hestasýn
Christopher Darri- Klerkur
Katla Líf Logadóttir- Kopar
Hekla Lind Logadóttir- Hera
Pollar ríða sjálfir
Kristjana Lind- Bragi
Viktor Nökkvi- Sprengja
Amelia Carmen- Klerkur
Ísabella Helga- Lýsingur
Barnaflokkur
1.Aníta Eik Kjartansdóttir- Lóðar frá Tóftum
2. Stefán Atli Stefánsson- Vöslungur frá Skarði
Stigahæsti knapi í barnaflokk er Aníta EikKjartansdóttir
Unglingaflokkur
1. Bendikt Ólafsson- Biskup frá Ólafshaga
2. Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir- Kvistur frá Strandarhöfði
3. Magnús Þór Guðmundsson- Kvistur frá Skálmholti
4. Viktoría Von Ragnarsdóttir- Akkur frá Akranesi
5. Kristrún Bender- Dásemd frá Dallandi
6. Rakel Ösp Gylfadóttir- Bjarmi frá Hólmum
Stigahæsti knapi í unglingaflokk er Magnús ÞórGuðmundsson
Ungmennaflokkur
1. Hrafndís Katla Elíasdóttir- Stingur frá Koltursey
2. Vera Van Praag Sigaar- Rauðbrá frá Hólabaki
3. Súsanna Katarína- Sunna-Sú frá Mosfellsbæ
4. Sandra Kristín Lynch- Jódís frá Þúfu
5. Rakel Anna Óskarsdóttir- Grímur frá Lönguhlíð
Stigahæsti knapi í ungmennaflokk er Hrafndís Katla
Konur 2
1. Randy Friðjónsdóttir- Hera frá Ólafsbergi
2. Linda Bragadóttir- Völsungur frá Skarði
3. Gigja Ragnarsdóttir- Ást frá Hvítárholti
Stigahæsti knapi í Konur 2 er Linda Bragadóttir
Konur 1
1. Hrafnhildur Jóhannesdóttir- Jökull frá Hofsstöðum
2. Íris Hrund Grettisdóttir- Drífandi frá Búðardal
3. Hulda Kolbeinsdóttir- Nemi frá Grafarkoti
4. Helena Jensdóttir- Adolf frá Miðey
5. Margrét Sveinbjörsdóttir- Blíða frá Skíðbakka
Stigahæsti knapi í konur 1 er Íris Hrund Grettisdóttir
Karlar 2
1. Kristmundur Anton Jónsson- Rispa frá Dýrfinnstöðum
2. Kristinn Karl Garðarsson- Beitir
3. Ragnar Aðalsteinsson- Grímhildur frá Tumabrekku
4. Stefán Hrafnkelsson- Tónn frá Móeiðarhvoli
Stigahæsti knapi í Karlar 2 er Ragnar Aðalsteinsson
Karlar 1
1. Vilhjálmur Þorgrímsson- Gestur frá Þingsstöðum
Stigahæsti knapi í Karlar 1 er Vilhjálmur Þorgrímsson
Atvinnumenn og Konur
1. Guðrún Rut- Skíma frá Krossum
2. Ragnheiður Þorvaldsdóttir- Órnir frá Gamla Hrauni
3. Valdimar Kristinsson- Hreimur frá Reynisvatni
4. Ólöf Guðmundsdóttir Aría frá Hestasýn
Stigahæsti knapi í atvinnumenn og konur er Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Kveðja mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 05 2017 08:38
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Vorið á næsta leiti
Þá er vorið farið að láta á sér kræla þótt veturkonungur hafi sent okkur smá kveðju í dag.
Beitarnefnd Harðar vill því hvetja alla þá sem hafa hugsað sér að sækja um beit hjá félaginu að fara að senda okkur umsókn hér á heimasíðu félagsins. Við bendum einnig á að þeir sem hafa haft beit hjá félaginu þurfa líka að sækja um. Sækja þarf um á hverju ári sama hvort menn hafa haft beit eður ei.
Þá vill nefndin benda á að ætlast er til þess að hross í beit hjá félaginu eiga að vera ábyrgðartryggð og því mikilvægt að fólk hugi að því í tíma.
Segja má að nauðsynlegt sé að hafa hross sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu með slíkri trygging burtséð frá því hvort þau séu á beitarhólfi á vegum Harðar eða ekki.
Þá minnum við á að þeir sem hafa varðveitt poka undan áburðinum sem úthlutað er með beitinni að hafa þá tilbúna þegar áburðarafhending verður auglýst. Félagið hefur lagt til poka en nú sem fyrr rekum við stranga umhverfisstefnu og reynum að nýta plastið eins oft og vel og mögulegt er. Þeir sem ekki hafa poka ættu að nýta poka undan fóðurbæti undir áburðinn.
Með vorkveðju frá Beitarnefnd