Lokuð Reiðhöll
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 24 2018 20:36
- Skrifað af Sonja
Á morgun, miðvikudagur 25.April, eru Kátar Hestakonur með æfing kl 20-21 og þá öll höll lokuð.
Á morgun, miðvikudagur 25.April, eru Kátar Hestakonur með æfing kl 20-21 og þá öll höll lokuð.
Endilega skoðið fréttabréf frá LH
https://mailchi.mp/lhhestar/frttabrf-lh-aprl-2018?e=325cca4a36
OPIÐ HÚS á degi íslenska hestsins - Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00.
Boðið verður uppá stutta og fjöruga sýningu, en meðal atriða eru:
- Atriði félagsins úr sýningunni Æskan og Hesturinn
- Súsanna Sand Ólafsdóttir reiðkennari sýnir ótrúlegt samspil við gæðing sinn
- Kátar konur
- Knapar sem eru að ljúka hæsta stigi Knapamerkja
Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana.
Upplýsingabás um starfsemi félagsins verður á staðnum og vöfflusala. Þá verður hægt að kynna sér reiðnámskeið Hestamenntar í sumar.
Bæjarbúar eru hvattir til að líta við og sjá öflugt starf hestamanna í Mosfellsbæ.
DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR
Mótanefnd kom saman nú á dögunum og töluðum um komandi mót og viðburði. Hérna fyrir neðan eru drög af dagskrá næstu vikurnar, til að halda ykkur keppendum og áhorfendum upplýstum um hvað koma skal:
1. Mai - Æfingamót, þetta er hugmynd af litlu móti þar sem boðið yrði upp á opin flokk í öllum greinum og að loknu móti fengju keppendur umsögn frá dómara um hvað fór vel og hvað mætti bæta. Þetta væri íþróttamót og væri gert til þess að undirbúa m.a. Íþróttamót Harðar, Reykjavíkurmeistaramótið og Íslandsmótið. Þetta gæfi okkur mótanefnd líka möguleika á að keyra nýja dómarakerfið Sportfeng svo að við yrðum undirbúin fyrir stærri mót vorsins.
4.-6. Maí - Íþróttamót Harðar
30. Maí - Fyrri úrtaka fyrir Landsmót
1.-3. Júní - Gæðingamót Harðar, seinni úrtaka fyrir Landsmót