- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 24 2018 07:35
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður mun halda tvær úrtökur fyrir Landsmót Hestamanna eins og venjan hefur verið undanfarin ár. Skráning á báðar úrtökurnar verður frá 24. - 28.maí en ekki verður tekið við skráningum eftir það. Skráning á báðar úrtökurnar fer fram inn á sportfeng og verður boðið upp á alla hefðbundna flokka. Fleiri upplýsingar, dagskrá og ráslistar verða birtir inn á viðburðunum á facebook.
Fyrri úrtakan verður haldin um kvöldið miðvikudaginn 30. maí og hér er linkurinn inn á viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/375711506257983/?active_tab=about
Seinni úrtakan verður haldin 1. - 3. júní og frekari upplýsingar er hægt að finna hér:
https://www.facebook.com/events/329067867623065/
ATH! Mótið er lokað og aðeins skuldlausir Harðarfélagar hafa keppnisrétt á mótunum.
Hlökkum til að sjá ykkur!

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 22 2018 20:43
-
Skrifað af Sonja
Æskulýðsnefnd – Fyrirlestur og Æfingamót!
24.5. fimmtudagur kl 18:00. Fyrirlestur um gæðingakeppni yngri flokka (reglur og fyrirkomulag) í Harðarbóli með Sigga Ævars dómara. Hvetjum alla sem stefna á keppni á gæðingamóti/úrtöku að mæta. Frítt inn.
28.5 mánudagur kl. 18:00. Æfingamót fyrir yngri flokka á gæðingavelli. Stefnum á að byrja kl 18 (fer eftir skráningu). Byrjum á ungmennaflokki, svo barnaflokkur og endum á unglingaflokki.
Siggi Ævars dæmir og gefur umsögn.
Knapar hita upp í reiðhöll og verða svo kallaðir einn í einu inná völl. Ráslisti birtur um hádegi á mótsdag. Hvetjum sem flesta í yngri flokkum til að mæta. Engin skráningagjöld. Skráning fer fram á viðburðinum á facebook (skrá nafn knapa, nafn hests og flokk).
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 22 2018 13:19
-
Skrifað af Sonja
Áburður verður afhentur í andyri reiðhallarinnar í dag 22. maí, frá kl.: 18:00.
Allir þeir sem áður hafa haft hólf fá hólf með örfáum undantekningum. Samband verður haft við þá sem hlut eiga að máli.
Á það skal minnt að aðeins skuldlausir félagar hafa rétt til úthlutunar beitarhólfa og því rétt fyrir þá sem ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar skuld við félagið að gera það áður en áburður er sóttur.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 19 2018 15:38
-
Skrifað af Sonja
Mosfellsbær vill benda á að lausaganga hunda er óheimil á hesthúsasvæði Mosfellsbæjar eins og á öðrum svæðum í þéttbýli í bænum, sbr. hundasamþykkt Mosfellsbæjar. Lausaganga hunda á almannafæri getur haft í för með sér slysahættu, auk þess sem óþrifnaður skapast ef hundaskítur er ekki hirtur upp. Hesthúsasvæðið er auk þess staðsett nálægt skólasvæði þar sem börn eru að leik og í nágrenni við vinsæl útivistarsvæði. Eins getur lausaganga hunda haft neikvæð áhrif á fuglalíf á svæðinu, sérstaklega á varptíma.
Mosellsbær fer því fram á að hundar á hesthúsasvæði Mosfellsbæjar séu ekki hafðir lausir og bendir á að hundaeftirlitsmanni er heimilt að handsama hunda sem ganga lausir á almannafæri og færa í hundageymslu með tilheyrandi kostnaði og á ábyrgð hundaeigenda.
Tómas G. Gíslason
Umhverfisstjóri Umhverfissvið Mosfellsbæjar